Anna Þóra og Gylfi kunna að halda partí

Anna Þóra og Gylfi kunna að halda partí

Málefni - Hverjir voru hvar

Anna Þóra og Gylfi kunna að halda partí

Málefni - Hverjir voru hvar

Gleraugnaverslunin Sjáðu fagnar 25 ára afmæli í ár. Af því tilefni hafa eigendur verslunarinnar, Anna Þóra Björnsdóttir og Gylfi Björnsson, ákveðið að fagna reglulega allt þetta ár. Á föstudaginn var mættu tveir tónlistarmenn, Aron Can og Villi Netó, í Sjáðu og héldu uppi stuðinu eins og sjá má á myndunum. 

Hér eru Anna Þóra Björnsdóttir og Gylfi Björnsson ásamt Aron …
Hér eru Anna Þóra Björnsdóttir og Gylfi Björnsson ásamt Aron Can og Villa Netó. mbl.is/Árni Sæberg

Í byrjun október verður svo formlegt afmæli verslunarinnar sem hjónin hafa verið að skipuleggja lengi. Anna Þóra gerir þó fleira en að reka Sjáðu því hún gerðist uppistandari fyrir nokkrum árum og er hluti af grínhópnum, Bara góðar. 

mbl.is