Heldur partý fyrir eldri borgara

Heldur partý fyrir eldri borgara

Eftir að Covid-19 skall á hafa áreiðanlega margir vilja nýta tímann til þess að læra eitthvað nýtt. Hvort sem það sé að læra að slaka á, kynnast sjálfum sér betur, læra nýtt tungumál, tileinka sér nýtt hugarfar eða eitthvað allt annað.

Heldur partý fyrir eldri borgara

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 25. júlí 2020

Eldri borgararnir virðast njóta þess vel að fá að taka …
Eldri borgararnir virðast njóta þess vel að fá að taka þátt í dansleik með plötusnúðinum Ricky Smith. Skjáskot úr myndskeiði

Eftir að Covid-19 skall á hafa áreiðanlega margir vilja nýta tímann til þess að læra eitthvað nýtt. Hvort sem það sé að læra að slaka á, kynnast sjálfum sér betur, læra nýtt tungumál, tileinka sér nýtt hugarfar eða eitthvað allt annað.

Eftir að Covid-19 skall á hafa áreiðanlega margir vilja nýta tímann til þess að læra eitthvað nýtt. Hvort sem það sé að læra að slaka á, kynnast sjálfum sér betur, læra nýtt tungumál, tileinka sér nýtt hugarfar eða eitthvað allt annað.

Maður að nafni Ricky Smith, búsettur í Bandaríkjunum, tók upp á því að læra að „DJ-a“. Ég skil hann vel þar sem það er ekkert smá skemmtilegt að vera plötusnúður. Eftir að Ricky Smith hafði náð góðum tökum á tónlistinni ákvað hann að byrja með „pop-up” dansleiki á nokkrum hjúkrunarheimilum fyrir eldri borgara.

Hann rekur félagið RAKE sem stendur fyrir Random Acts of Kindness Everywhere, eða handahófskennd góðverk um allt. Markmið félagsins er að bæta heiminn með einu góðverki í einu.

Gleðin í andlitunum veitir honum hamingju

Dansleikirnir hafa gengið ótrúlega vel og veitt dvalargestum hjúkrunarheimilanna mikla gleði með tónlist og skemmtilegum danshreyfingum. Aðspurður sagði Ricky að gleðin í andlitum fólksins þegar það dansar með og skemmtir sér veiti honum meiri hamingju en þau geti nokkurn tíma ímyndað sér.

Ótrúlega skemmtilegt framtak. Það er svo mikill máttur falinn í tónlist og dansi sem magnað er að deila með öðrum.

Hægt er að sjá myndband af dansleik eldri borgaranna á Instagramsíðu RAKE en Good News Movement vakti athygli á framtakinu.

 Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman