Veisla í Garðabæ um helgina

Innlend veitingahús | 31. júlí 2020

Veisla í Garðabæ um helgina

Margt skemmtilegt er á dagskrá á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ um verslunarmannahelgina. Þar hefur verið við lýði dagskrá sem heitir Söngbók Sjálands og þar er marga gullmola að finna. Jónas Sigurðsson heldur einlæga en öfluga tónleika í tónleikasal Sjálands nú á laugardagskvöldið. Jónas stígur á svið með Ómari Guðjónssyni, heimamanni í Garðabæ, og tætir í gegnum sín þekktustu lög.

Veisla í Garðabæ um helgina

Innlend veitingahús | 31. júlí 2020

Margt skemmtilegt er á dagskrá á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ um verslunarmannahelgina. Þar hefur verið við lýði dagskrá sem heitir Söngbók Sjálands og þar er marga gullmola að finna. Jónas Sigurðsson heldur einlæga en öfluga tónleika í tónleikasal Sjálands nú á laugardagskvöldið. Jónas stígur á svið með Ómari Guðjónssyni, heimamanni í Garðabæ, og tætir í gegnum sín þekktustu lög.

Margt skemmtilegt er á dagskrá á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ um verslunarmannahelgina. Þar hefur verið við lýði dagskrá sem heitir Söngbók Sjálands og þar er marga gullmola að finna. Jónas Sigurðsson heldur einlæga en öfluga tónleika í tónleikasal Sjálands nú á laugardagskvöldið. Jónas stígur á svið með Ómari Guðjónssyni, heimamanni í Garðabæ, og tætir í gegnum sín þekktustu lög.

Á sunnudagskvöldið er brekkusöngur á Sjálandi þar sem Hreimur Örn Heimisson kemur fram með hljómsveit og leikur sín vinsælustu lög. Fyrir utan lög hljómsveitarinnar Lands og sona og Hreims má líka tiltaka vinsæl lög frá Þjóðhátíð í Eyjum, svo sem Lífið er yndislegt. Þetta verða því stemningstónleikar sem spanna 23ja ára feril Hreims.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman