Sauma grímur á aldagamla saumavél

Stöndum saman | 13. ágúst 2020

Sauma grímur á aldagamla saumavél

Hjónin Giselle og Darin Williams hafa vakið lukku og athygli undanfarið fyrir grímuframleiðslu. Það sem er merkilegt er að þau sauma grímurnar á aldasamla saumavél. Vélin var fjölskyldu erfðagripur sem þau fundu loksins not fyrir í kórónuveirufaraldrinum.

Sauma grímur á aldagamla saumavél

Stöndum saman | 13. ágúst 2020

Ljósmynd/Unsplash

Hjónin Giselle og Darin Williams hafa vakið lukku og athygli undanfarið fyrir grímuframleiðslu. Það sem er merkilegt er að þau sauma grímurnar á aldasamla saumavél. Vélin var fjölskyldu erfðagripur sem þau fundu loksins not fyrir í kórónuveirufaraldrinum.

Hjónin Giselle og Darin Williams hafa vakið lukku og athygli undanfarið fyrir grímuframleiðslu. Það sem er merkilegt er að þau sauma grímurnar á aldasamla saumavél. Vélin var fjölskyldu erfðagripur sem þau fundu loksins not fyrir í kórónuveirufaraldrinum.

Giselle Williams er hárgreiðslukona sem hefur jafnframt rekið prjónafyrirtæki. Í kjölfar Covid-19 stóð allt í stað hjá henni og enga vinnu var að fá. Hjónin búa í Arvada, Colorado og hafði samfélagið glímt við skort á grímum sem nauðsynlegt er að vera með á sér utandyra. Þetta fékk hjónin til þess að dusta rykið af gömlu saumavélinni, sem kom frá langalangömmu Giselle, og nýta bæði tímann og hæfileika sína til þess að útbúa grímur. Þau gerðu við saumavélina með hjálp youtube og virkar hún nú prýðilega.

Þrátt fyrir að hafa lítið saumað áður tókst þeim að ná góðum tökum á því, en amma Darin’s var saumakona og kenndi honum sem krakka að sauma. Hann sagðist aldrei hafa búist við því að saumakennslan frá ömmu sinni myndi nýtast honum svona ótrúlega vel og hjálpað honum að bregðast við raunverulegri þörf samfélagsins á einhverju eins og grímum.

Í upphafi útveguðu þau grímur fyrir vini og vandamenn ásamt framlínustarfsmönnum og samfélagið í kringum þau vildi leggja sitt af mörkum til þess að hjálpa, með því að gefa þeim efni. Eftirspurnin varð virkilega mikil og hafa hjónin nú dreift grímum um allt land og yfir heiminn, frá New York borg til Thailands.

Giselle segist virkilega þakklát fyrir þennan dýrmæta erfðagrip og segir það hafa verið einhver æðri tilgangur að hún hafi getað notað hann til þess að skapa nauðsynjavörur á erfiðum tímum. Hún segir þetta hafa gert heilmikið fyrir þau og veitt þeim mikla gleði að geta hjálpað til, sem þau vilja halda áfram að gera. Fallegt og skemmtilegt! Það er oft heilmikið notagildi í því sem við gefum lítinn gaum.

Frétt CBS.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman