Meira kókaín og fleiri vændiskonur í Exit 2

Fatastíllinn | 15. ágúst 2020

Meira kókaín og fleiri vændiskonur í Exit 2

Íslendingar héldu vart vatni þegar norska spennuþáttaröðin Exit var sýnd á Ríkissjónvarpinu síðasta vetur. Þættirnir, sem voru umtalaðasta sjónvarpsefni á Íslandi, voru byggðir á raunverulegum atburðum sem áttu sér fyrirmyndir í norsku viðskiptalífi. Fylgst var með fjórum nýefnuðum viðskiptajöfrum sem virtust kunna betur en margir aðrir að græða peninga. Þeir bjuggu ásamt eiginkonum sínum í flottum húsum og keyrðu um á glæsilegum bifreiðum en þess á milli sugu þeir allskonar efni í nefið og drukku frá sér meðvitund þannig að þeir þurftu stundum að skríða heim til sín þegar djammið fór úr böndunum.

Meira kókaín og fleiri vændiskonur í Exit 2

Fatastíllinn | 15. ágúst 2020

Exit þættirnir eru byggðir á raunverulegum atburður í viðskiptalífi Noregs.
Exit þættirnir eru byggðir á raunverulegum atburður í viðskiptalífi Noregs. mbl.is/skjáskot Instagram

Íslendingar héldu vart vatni þegar norska spennuþáttaröðin Exit var sýnd á Ríkissjónvarpinu síðasta vetur. Þættirnir, sem voru umtalaðasta sjónvarpsefni á Íslandi, voru byggðir á raunverulegum atburðum sem áttu sér fyrirmyndir í norsku viðskiptalífi. Fylgst var með fjórum nýefnuðum viðskiptajöfrum sem virtust kunna betur en margir aðrir að græða peninga. Þeir bjuggu ásamt eiginkonum sínum í flottum húsum og keyrðu um á glæsilegum bifreiðum en þess á milli sugu þeir allskonar efni í nefið og drukku frá sér meðvitund þannig að þeir þurftu stundum að skríða heim til sín þegar djammið fór úr böndunum.

Íslendingar héldu vart vatni þegar norska spennuþáttaröðin Exit var sýnd á Ríkissjónvarpinu síðasta vetur. Þættirnir, sem voru umtalaðasta sjónvarpsefni á Íslandi, voru byggðir á raunverulegum atburðum sem áttu sér fyrirmyndir í norsku viðskiptalífi. Fylgst var með fjórum nýefnuðum viðskiptajöfrum sem virtust kunna betur en margir aðrir að græða peninga. Þeir bjuggu ásamt eiginkonum sínum í flottum húsum og keyrðu um á glæsilegum bifreiðum en þess á milli sugu þeir allskonar efni í nefið og drukku frá sér meðvitund þannig að þeir þurftu stundum að skríða heim til sín þegar djammið fór úr böndunum.

Upptaka á annarri seríu þessara þátta er í fullum gangi og má vænta þess að peningarnir verði meiri, vændiskonurnar fleiri og dópið og djúsinn tekið í stærri skömmtun. Enda kunna hinir nýríku norsku viðskiptajöfrar sér ekki hóf ef marka má þættina. Það sem er áhugavert við þessa nýju þætti er að fjölmargar norskar eiginkonur viðskiptajöfra höfðu samband við höfunda þáttanna og vildu koma sínu sjónarhorni á framfæri. Hvernig það hafi verið í raun og veru að vera í hjónabandi með þessum mönnum, hver saga þeirra væri og hvaðan þær væru að koma. 

Af ljósmyndum af samfélagsmiðlum að dæma þá virðist Hermine Veile ekki alveg sloppin úr klóm Adam Veil. Jeppe Schøitt virðist vera í einhverskonar uppbyggingu í nýju þáttunum þó nokkuð tvísýnt sé um líf William Bergvik svona miðað við hvaða stað hann var kominn á í lok fyrstu seríunnar. 

Þættirnir verða sýndir á næsta ári í Noregi en við höldum áfram að fylgjast með framgangi mála á bak við tjöldin. 

View this post on Instagram

En stuntkvinne i livet skulle alle ha. @fannieredman #Exit2

A post shared by Agnes Kittelsen (@agneskittelsen) on Jun 24, 2020 at 2:41am PDT


Aftenposten

VG

mbl.is