103 ára amma fékk sér húðflúr eftir einangrun

Stöndum saman | 23. ágúst 2020

103 ára amma fékk sér húðflúr eftir einangrun

Hin 103 ára gamla Dorothy Pollack lét á dögunum draum sinn rætast og fékk sér sitt allra fyrsta húðflúr. Grænn og krúttlegur froskur varð fyrir valinu og er Dorothy í skýjunum. Síðastliðna mánuði hefur hún verið í algjörri einangrun á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr, sökum Covid-19. Hún fagnaði 103 ára afmæli sínu 16.júní síðasliðin og átti aðeins eina ósk fyrir afmælið sitt, sem loksins rættist nú á dögunum þegar hún gat farið á húðflúrsstofu.

103 ára amma fékk sér húðflúr eftir einangrun

Stöndum saman | 23. ágúst 2020

Dorothy Pollack ákvað að fá sér húðflúr í tilefni að …
Dorothy Pollack ákvað að fá sér húðflúr í tilefni að því að 103 ára afmæli sínu og því að hún fékk loksins að fara út eftir einangrun vegna kórónuveirufaraldurs. Facebook/@Teresa Gomez Zavitz-Jones

Hin 103 ára gamla Dorothy Pollack lét á dögunum draum sinn rætast og fékk sér sitt allra fyrsta húðflúr. Grænn og krúttlegur froskur varð fyrir valinu og er Dorothy í skýjunum. Síðastliðna mánuði hefur hún verið í algjörri einangrun á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr, sökum Covid-19. Hún fagnaði 103 ára afmæli sínu 16.júní síðasliðin og átti aðeins eina ósk fyrir afmælið sitt, sem loksins rættist nú á dögunum þegar hún gat farið á húðflúrsstofu.

Hin 103 ára gamla Dorothy Pollack lét á dögunum draum sinn rætast og fékk sér sitt allra fyrsta húðflúr. Grænn og krúttlegur froskur varð fyrir valinu og er Dorothy í skýjunum. Síðastliðna mánuði hefur hún verið í algjörri einangrun á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr, sökum Covid-19. Hún fagnaði 103 ára afmæli sínu 16.júní síðasliðin og átti aðeins eina ósk fyrir afmælið sitt, sem loksins rættist nú á dögunum þegar hún gat farið á húðflúrsstofu.

Húðflúr af froski varð fyrir valinu en Dorothy hefur miklar …
Húðflúr af froski varð fyrir valinu en Dorothy hefur miklar mætur á slíkum dýrum. Facebook/@Teresa Gomez Zavitz-Jones

Fyrir ári síðan sagði barnabarn hennar við hana að hún ætti að fá sér húðflúr í tilefni af 102 ára afmæli sínu. Það vakti ekki mikinn áhuga hjá henni, en mánuðum seinna fór hana að langa mikið í. Hún ákvað að húðflúra á sig frosk einfaldlega vegna þess að hún elskar froska. Húðflúrs listamaðurinn Ray Reasoner tók á móti henni á A.W.O.L Custom Tattooing og sagði að Dorothy hefði verið mikil hetja. Hún kvartaði ekki neitt á meðan að þessu stóð og yfirgaf svo stofuna himin lifandi með húðflúrið. Seinna um daginn skellti Dorothy sér svo í mótórhjólaferð sem hana hafði einnig alltaf langað til þess að gera.

Það má með sanni segja að þessi töffara amma kunni að lifa lífinu!

Frétt Tank Good News.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman