Strandaði með yfir 200 um borð

Á flótta | 29. ágúst 2020

Strandaði með yfir 200 um borð

Björgunarskip á Miðjarðarhafi með yfir 200 flóttamenn um borð sendi frá sér neyðarkall í dag og eru tvö skip annarra mannúðarsamtaka á leið til að veita aðstoð en björgunarskipið er fjármagnað af listamanninum Banksy.

Strandaði með yfir 200 um borð

Á flótta | 29. ágúst 2020

AFP

Björgunarskip á Miðjarðarhafi með yfir 200 flóttamenn um borð sendi frá sér neyðarkall í dag og eru tvö skip annarra mannúðarsamtaka á leið til að veita aðstoð en björgunarskipið er fjármagnað af listamanninum Banksy.

Björgunarskip á Miðjarðarhafi með yfir 200 flóttamenn um borð sendi frá sér neyðarkall í dag og eru tvö skip annarra mannúðarsamtaka á leið til að veita aðstoð en björgunarskipið er fjármagnað af listamanninum Banksy.

Áhöfn björgunarskipsins MV Louise Michel, sem siglir undir þýskum fána, sendi út hjálparbeiðni þar sem skipið hefði strandað skömmu eftir að hafa komið að báti flóttafólks en að minnsta kosti einn var látinn um borð í bátnum. Að sögn áhafnarinnar er skipið yfirfullt.

Að sögn áhafnarinnar voru 130 um borð í flóttabátnum og af þeim er að minnsta kosti einn látinn. Einhverjir aðrir eru með brunasár en báturinn hafði verið á reki í einhverja daga. 

Nokkru áður hafði áhöfnin bjargað 89 flóttamönnum sem voru um borð í gúmmíbát og að sögn áhafnarinnar hafa strandgæslustofnanir á vegum Evrópusambandsins hunsað aðstoðarbeiðni þeirra. Alls eru því 219 um borð í skipinu en 10 eru í áhöfn þess.  

AFP

Áhöfn Sea-Watch 4, sem þegar hefur komið 201 flóttamanni til bjargar, ákvað að veita áhöfn Louise Michel aðstoð vegna þess að hvorki yfirvöld á Möltu né Ítalíu hefðu sýnt vilja til að veita aðstoð.

Jafnframt ætla samtökin Mediterranea að senda skipið Mare Ionio á vettvang til að aðstoða en það er í höfn í Augusta á Sikiley.

mbl.is