Talan á vigtinni fór niður og heilsan batnaði

Lífsstílsbreyting | 29. ágúst 2020

Talan á vigtinni fór niður og heilsan batnaði

Há tala á vigtinni fyrir um einu og hálfu ári fékk Akureyringinn Lindu Björk Þorsteinsdóttur til þess að taka eigin heilsu í gegn. Með réttu hugarfari náði Linda Björk að breyta um lífsstíl og er ekki bara léttari en áður heldur einnig hraustari.

Talan á vigtinni fór niður og heilsan batnaði

Lífsstílsbreyting | 29. ágúst 2020

Ljósmynd/Aðsend

Há tala á vigtinni fyrir um einu og hálfu ári fékk Akureyringinn Lindu Björk Þorsteinsdóttur til þess að taka eigin heilsu í gegn. Með réttu hugarfari náði Linda Björk að breyta um lífsstíl og er ekki bara léttari en áður heldur einnig hraustari.

Há tala á vigtinni fyrir um einu og hálfu ári fékk Akureyringinn Lindu Björk Þorsteinsdóttur til þess að taka eigin heilsu í gegn. Með réttu hugarfari náði Linda Björk að breyta um lífsstíl og er ekki bara léttari en áður heldur einnig hraustari.

„Í dag hugsa ég miklu meira um heilsuna en ég gerði áður. Ég hugsa meira um hvað ég borða, drekk nóg af vatni, borða miklu minni sykur og reyni að hreyfa mig reglulega. Það kemur samt alveg fyrir að það sé pöntuð pítsa eða ég fái mér nammi eða köku, ég er alls ekki saklaus þar. Núna er ég samt búin að læra hvernig ég get stjórnað blóðsykrinum. Ég fann út að sykurinn gerir mér bara alls ekkert gott, og þess vegna borða ég óhollustu miklu sjaldnar en ég gerði áður,“ segir Linda Björk um hvernig hún hugsar um heilsuna í dag.

Ætlaði alls ekki á Herbalife

Linda Björk prófaði ýmsar leiðir til þess að ná betri heilsu án árangurs. Hún reyndi að borða hollan mat, sleppa morgunmat, prófaði ýmis bætiefni. Hún prófaði einnig að fara á námskeið í ræktinni, fjarþjálfun með matarplani og einkaþjálfun. Ekkert virkaði hins vegar til lengdar og fór allt í sama farið aftur.   

„Það sem fékk mig til að taka skrefið í átt að betri heilsu núna var sá tímapunktur þegar ég steig á vigtina, þá áttaði ég mig á því að ég hafði aldrei verið eins þung. Ég hafði litla orku, lagði mig eftir vinnu, og var bara andlega ekki vel stödd. Ég ákvað að kaupa mér kort í ræktina en var alltaf þreytt og nennti því sjaldan að mæta. Mánuði seinna eða í apríl 2019 sendir vinkona mín mér skilaboð og spyr hvort ég vilji prufa Herbalife-næringarvörurnar. Ég ákvað að skella mér á prufupakka hjá henni og gerði mér ekki miklar vonir þar sem ég hafði prufað þetta einhverjum árum áður en fann mig ekki í því. Ég var með gríðarlega fordóma fyrir þessum vörum og ætlaði sko alls ekki að byrja á þessum næringarvörum aftur. Eftir þrjá prufudaga varð ekki aftur snúið. Ég hélt áfram á þessum vörum, nota þær enn í dag og hafa þær hjálpað mér gríðarlega mikið með minn breytta lífsstíl.“

Linda Björk hefur náð góðum árangri eftir að hún breytti …
Linda Björk hefur náð góðum árangri eftir að hún breytti um lífstíl. Ljósmynd/Aðsend

Hugarfarið skiptir máli

Ásamt því að hugsa um mataræðið reynir Linda Björk að hreyfa sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Þessa dagana fer hún aðallega í gönguferðir og fjallgöngur og finnur mikinn mun á líkamlegri heilsu.

„Með þessum breytta lífsstíl finn ég mikinn mun á líkamanum og ónæmiskerfið lagaðist mjög mikið. Talan á vigtinni fór ekki bara niður heldur varð meltingin líka allt önnur,“ segir Linda Björk sem var mjög oft með bakverki, höfuðverki og kvef.

Linda Björk fer út að ganga og í fjallgöngur.
Linda Björk fer út að ganga og í fjallgöngur. Ljósmynd/Aðsend

Linda Björk segir rétt viðhorf skipta miklu máli til þess að breyta um lífsstíl.

„Breyttur lífsstíll þarf að byrja með breyttu hugarfari. Ef þú ert ekki tilbúin andlega, þá gerist lítið. Það getur enginn sagt við þig að þú verðir eða eigir að gera þetta eða hitt, sérstaklega ekki ef þú ert ekki tilbúin í það. Þú sjálf þarft að hafa vilja til að takast á við breyttan lífsstíl. Þú ein tekur ákvörðunina, það gerir þetta enginn fyrir þig.“

Linda Björk býr yfir nokkrum ráðum til þess að halda sér á beinu brautinni.

„Það sem hjálpar mér er að skipuleggja vikuna. Setja niður á blað hvað ég ætla að borða, hvaða hreyfingu ég ætla að stunda og ég set mér raunhæf markmið. Ef þú hefur engin markmið og ekkert skipulag eru miklu meiri líkur á að þú gefist upp. Hafðu einhvern sem styður við bakið á þér, einhvern sem fylgir þér eftir með þín markmið og hvetur þig áfram, það er allavega stór hluti af mínum árangri. Ekki gefast upp, þetta er langhlaup, ekki spretthlaup. Síðast en ekki síst: hafðu trú á að þú getir þetta. Þú getur allt sem þú ætlar þér.“

Mælir þú með einhverju fyrir fólk sem vill breyta um lífsstíl?

„Ég myndi alveg mæla með að prufa Herbalife-næringarvörurnar. Þær virkuðu ótrúlega vel fyrir mig en að sjálfsögðu hentar það kannski ekki öllum, við erum jú öll mismunandi. Það sem heillaði mig við vörurnar var hvað það er einfalt að búa til næringarríkar og góðar máltíðir úr þeim og hvað ég finn fyrir meiri orku og líður miklu betur. Ég vildi eitthvað einfalt og þægilegt í bland við hollan og góðan mat. Ef fólk hefur áhuga á breyttum lífsstíl er um að gera að prufa sig áfram og finna út það sem hentar best.“

mbl.is