„Haltu kjafti“-áskorunin á TikTok

Stöndum saman | 2. september 2020

„Haltu kjafti“-áskorunin á TikTok

Á samfélagsmiðlinum TikTok er nú að finna skemmtilega áskorun sem fer nú sigurför um netið. Hún heitir „shut up challenge“ eða „haltu kjafti-áskorunin“ og gengur út á að kanna viðbrögð feðra við ósvífni barna sinna.

„Haltu kjafti“-áskorunin á TikTok

Stöndum saman | 2. september 2020

Á samfélagsmiðlinum TikTok er nú að finna skemmtilega áskorun sem fer nú sigurför um netið. Hún heitir „shut up challenge“ eða „haltu kjafti-áskorunin“ og gengur út á að kanna viðbrögð feðra við ósvífni barna sinna.

Á samfélagsmiðlinum TikTok er nú að finna skemmtilega áskorun sem fer nú sigurför um netið. Hún heitir „shut up challenge“ eða „haltu kjafti-áskorunin“ og gengur út á að kanna viðbrögð feðra við ósvífni barna sinna.

Móðir og barn hafa undirbúið hrekkinn gegn pabbanum svo í raun og veru er ekki um ósvífni barnsins að ræða. Einungis er verið að kanna hvernig pabbinn bregst við frekjustælum.

Móðirin biður barnið að gera eitthvað ákveðið, oftast eitthvert heimilisverk, en barnið segir þá móðurinni að steinhalda kjafti. Allt er þetta tekið upp á síma án vitundar föðurins og viðbrögð hans könnuð.

Útkoman er heldur betur kostuleg og eru viðbrögð feðranna mjög misjöfn. Sumir rjúka upp í reiði, aðrir hlaupa á eftir börnum sínum en nokkrir virðast vera sammála þeim.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman