Áhersla á hlýju í Reykjanesbæ

Stöndum saman | 4. september 2020

Áhersla á hlýju í Reykjanesbæ

Íbúar í Reykjanesbæ eru nú hvattir til að skrifa undir sáttmála um að efla hlýju og jákvæðni í samfélaginu með það sérstaklega að markmiði að styðja fólk sem reynist áskorun að taka þátt í samfélagsheildinni. Allir með! nefnist átakið og hófst undirritunin með tilkomumikilli athöfn í knattspyrnuhöllinni í bænum í gær. 

Áhersla á hlýju í Reykjanesbæ

Stöndum saman | 4. september 2020

Íbúar í Reykjanesbæ eru nú hvattir til að skrifa undir sáttmála um að efla hlýju og jákvæðni í samfélaginu með það sérstaklega að markmiði að styðja fólk sem reynist áskorun að taka þátt í samfélagsheildinni. Allir með! nefnist átakið og hófst undirritunin með tilkomumikilli athöfn í knattspyrnuhöllinni í bænum í gær. 

Íbúar í Reykjanesbæ eru nú hvattir til að skrifa undir sáttmála um að efla hlýju og jákvæðni í samfélaginu með það sérstaklega að markmiði að styðja fólk sem reynist áskorun að taka þátt í samfélagsheildinni. Allir með! nefnist átakið og hófst undirritunin með tilkomumikilli athöfn í knattspyrnuhöllinni í bænum í gær. 

Í sáttmálanum segir:

Ég mun leggja mig sérstaklega fram um að:

  • Bera virðingu fyrir fólki og taka tillit til annarra.
  • Einblína á það jákvæða og góða í samferðafólki mínu.
  • Láta mig aðra varða og gefa þeim tækifæri til þess að vera hluti af samfélagsheildinni. 
  • Styðja sérstaklega þá sem reynist það meiri áskorun en öðrum að taka þátt í samfélaginu.
  • Rækta jákvæð tengsl við fjölskyldu, vini, samstarfsfólk og nágranna og stuðla þannig að hamingju minni og vellíðan, sem og annarra.

Hægt er að skrifa undir hér.

Í dag hafa á fimmta hundrað manns skrifað undir. En á næstunni verður heilmiklu varið til verkefnisins í samfélaginu sem hefur orðið illa úti vegna efnahagslegra afleiðinga af faraldri kórónuveirunnar. Ungmennafélögin Keflavík og Njarðvík munu leiða verkefnið áfram og stýra kynningum á öllu íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að útbúin verði 70 kynningarmyndbönd um allt íþrótta- og tómstundastarf.

Í myndskeiðinu má sjá myndir sem teknar voru við undirritunina sem hleyptu átakinu af stað.

Fræðsla og þjálfun þeirra sem vinna með grunnskólabörnum

Félagsmálaráðuneytið styrkir verkefni en um 6.000 einstaklingar, eða hátt í 30% íbúa Reykjanesbæjar, munu fá fræðslu, þjálfun og menntun í gegnum verkefnið frá um 60 mismunandi starfsstöðum sem koma að barnastarfi í sveitarfélaginu. Danskennarar, skátaforingjar, barnaverndarstarfsmenn, stuðningsfulltrúar og allt þar á milli. 

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirritar sáttmálann.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirritar sáttmálann. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman