Loka á hringingar úr fangelsum sé þess óskað

Loka á hringingar úr fangelsum sé þess óskað

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir það nokkuð algengt að beiðnir berist um að lokað verði á símtöl úr fangelsum landsins. 

Loka á hringingar úr fangelsum sé þess óskað

Endurtekið áreiti og nálgunarbönn | 11. september 2020

Maðurinn hringdi 122 sinnum í Kamillu frá fangelsinu á Hólmsheiði.
Maðurinn hringdi 122 sinnum í Kamillu frá fangelsinu á Hólmsheiði.

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir það nokkuð algengt að beiðnir berist um að lokað verði á símtöl úr fangelsum landsins. 

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir það nokkuð algengt að beiðnir berist um að lokað verði á símtöl úr fangelsum landsins. 

Greint var frá því í gær að Kamilla Ívarsdóttir, 18 ára stúlka sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás af hálfu fyrrverandi kærasta síns á síðasta ári, hafi fengið 122 símtöl frá ofbeldismanni sínum úr fangelsinu á Hólmsheiði. Maðurinn sætir ákæru fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni. 

Vekur þetta upp spurningar til hvers hægt sé að grípa fyrir þá sem fyrir slíku verða. Páll segir fanga sem ekki sæta einangrun hafa aðgengi að síma á deildum fangelsanna. 

„En ef rétthafar símanúmera vilja ekki að það sé hringt úr fangelsinu getum við lokað fyrir hringingar úr fangelsinu. Slíkar beiðnir koma fram mjög reglulega í hverjum mánuði,“ segir Páll. 

Páll segir að einungis sé lokað á hringingar að frumkvæði rétthafa símanúmers, jafnvel þó að viðkomandi hafi fengið nálgunarbann á fanga sem hringir. 

mbl.is