Beittu flóttamenn táragasi

Á flótta | 12. september 2020

Beittu flóttamenn táragasi

Lögreglan á grísku eyjunni Lesbos beitti flóttamenn, sem urðu heimilislausir þegar Móría-flóttamannabúðirnar brunnu til kaldra kola, táragasi í dag þegar þeir mótmæltu aðbúnaði sínum. 

Beittu flóttamenn táragasi

Á flótta | 12. september 2020

Flóttamenn sem mótmæltu voru beittir táragasi.
Flóttamenn sem mótmæltu voru beittir táragasi. AFP

Lögreglan á grísku eyjunni Lesbos beitti flóttamenn, sem urðu heimilislausir þegar Móría-flóttamannabúðirnar brunnu til kaldra kola, táragasi í dag þegar þeir mótmæltu aðbúnaði sínum. 

Lögreglan á grísku eyjunni Lesbos beitti flóttamenn, sem urðu heimilislausir þegar Móría-flóttamannabúðirnar brunnu til kaldra kola, táragasi í dag þegar þeir mótmæltu aðbúnaði sínum. 

Móría-búðirnar hafa lengi verið yfirfullar af fólki. Búðirnar voru byggðar fyrir 3.000 flóttamenn, en þar bjuggu 13.000 einstaklingar þegar þær brunnu. 

Til átaka kom milli flóttamanna sem mótmæltu í dag og lögreglu í nágrenni við flóttamannabúðir sem grísk yfirvöld komu upp til bráðabirgða eftir brunann. 

Fjölskyldur hafa sofið undir berum himni við götur og akra eftir brunann í Móría sem varð á miðvikudag. 

Frétt af mbl.is

Hælisleitendur og flóttamenn gengu í gærkvöldi með skilti að hindrunum lögreglu sem lokuðu vegum inn og út af svæði Móría-bráðabirgðabúðanna. Þeir sem mótmæltu kölluðu eftir frelsi. Íbúar eyjarinnar hafa einnig mótmælt því að nýjar búðir verði byggðar og hafa reynt að hindra flæði sendinga matar- og lyfjabirgða.

AFP
AFP
mbl.is