Handteknir grunaðir um íkveikju

Á flótta | 15. september 2020

Handteknir grunaðir um íkveikju

Gríska lögreglan hefur handtekið fimm flóttamenn sem eru grunaðir um að hafa kveikt í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni Lesbos. Um er að ræða unga menn og er þess sjötta leitað að sögn ráðherra í grísku ríkisstjórninni. 

Handteknir grunaðir um íkveikju

Á flótta | 15. september 2020

Frá nýju búðunum sem eru skammt frá Kara -Tepe.
Frá nýju búðunum sem eru skammt frá Kara -Tepe. AFP

Gríska lögreglan hefur handtekið fimm flóttamenn sem eru grunaðir um að hafa kveikt í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni Lesbos. Um er að ræða unga menn og er þess sjötta leitað að sögn ráðherra í grísku ríkisstjórninni. 

Gríska lögreglan hefur handtekið fimm flóttamenn sem eru grunaðir um að hafa kveikt í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni Lesbos. Um er að ræða unga menn og er þess sjötta leitað að sögn ráðherra í grísku ríkisstjórninni. 

AFP

Yfir tólf þúsund flóttamenn misstu heimili sín er flóttamannabúðirnar brunnu til kaldra kola í síðustu viku. Þjóðverjar stefna að því að taka við 1.500 flóttamönnum úr Moria-búðunum en flóttafólkið hefur ekki átt í nein hús að venda frá því búðirnar brunnu 8. september. Margir hafa sofið í yfirgefnum húsum, í vegköntum og á húsþökum á eyjunni. 

Mjög er þrýst á Evrópusambandið að gera sitt til að aðstoða fólkið og Þýskaland og fleiri ríki Evrópu hafa boðist til að taka við þeim rúmlega 400 fylgdarlausu börnum sem dvöldu í Moria. Af þeim taka Þjóðverjar við 150.

Svæðið við Kara Tepe flóttamannabúðirnar sem er verið að breyta …
Svæðið við Kara Tepe flóttamannabúðirnar sem er verið að breyta í tjaldbúðir. AFP

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur þegar gripið til aðgerða til að veita hælisleitenum á Lesbos skjól til skemmri tíma. UNHCR segir nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til lengri tíma litið þegar kemur að stöðu flóttafólks á grísku eyjunum.

Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Philippe Leclerc, sem fer með málefni Grikklands hjá UNHCR á blaðamannafundi í Genf í morgun.

AFP

Þar kom fram að grísk yfirvöld, sem bera ábyrgð á stjórn og samvinnuverkefnum í tengslum við mannúðarmál, hafi lagt til tímabundna lausn á húsnæðisvanda þeirra barna, kvenna og karla sem eru í sem mest berskjölduð eftir eldsvoðann í Moria. 

Um er að ræða svæði við Kara Tepe flóttamannabúðirnar í úthverfi hafnarbæjarins Mytilene en búðirnar eru reknar af bæjarstjórninni og UNHCR ásamt sjálfboðaliðasamtökum.

Frá heilbrigðisþjónustu Lækna án landamæra á Lesbos í dag.
Frá heilbrigðisþjónustu Lækna án landamæra á Lesbos í dag. AFP

Að beiðni ríkisstjórnar Grikklands og til að veita bágstöddum neyðaraðstoð tekur UNHCR þátt í að koma upp tímabundnum tjaldbúðum fyrir þá sem eru varnarlausastir og í mestri hættu. Þegar er byrjað að setja búðirnar upp og UNHCR hefur lagt til 600 fjölskyldutjöld sem um 700 manns sváfu í aðfararnótt þriðjudags.

Jafnframt hefur UNHCR útvegað þurrklósett og handþvottastöðvar. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar eru hælisleitendur nú sendir í COVID-19 skimun áður en þeir koma í nýju tjaldbúðirnar og er skimunin á vegum heilbrigðisyfirvalda á Lesbos. 

AFP

Eins er verið að koma upp aðstöðu fyrir þá sem eru í einangrun og eru þar þegar 20 einstaklingar sem eru með staðfest COVID-19 smit. 

Embættismenn á Lesbos hafa mótmælt harðlega uppsetningu tjaldbúðanna og margt flóttafólk hefur neitað að fara þangað þar sem það óttast að með því verði því ómögulegt að yfirgefa búðirnar. Aðrir hafa reynt að komast þangað í þeirri von að komast í hlýju og jafnvel að fá eitthvað að borða.

Beðið eftir læknisþjónustu hjá Læknum án landamæra á Lesbos í …
Beðið eftir læknisþjónustu hjá Læknum án landamæra á Lesbos í dag. AFP

„Það er ekkert í búðunum, hvorki sturtur né dýnur,“ segir alsírskur hælisleitandi í samtali við fréttamann AFP. Hann er í nýju tjaldbúðunum ásamt eiginkonu og fimm börnum. „Það er aðeins boðið upp á eina máltíð á dag og við fáum pakkningu með sex vatnsflöskum,“ segir Malik sem er frönskukennari að mennt.

Jafnframt eru margir hælisleitendur hræddir við eyjaskeggja sem einhverjir hafa fengið nóg af flóttafólki og vilja losna við þá fyrir fullt og allt. Ítrekað hefur komið til átaka milli hælisleitenda og íbúa á Lesbos. 

AFP

Kostas Mountzouris, héraðsstjóri Norður-Eyjahafssvæðisins, hefur hvatt eigendur fyrirtækja á Lesbos til að mótmæla og krefjast þess að hælisleitendur verði „fjarlægðir“ af eyjunni en Mountzouris er einn þeirra sem hefur barist harðast gegn nýju búðunum. 

Fólk hefur komið sér fyrir í yfirgefnum húsum á Lesbos.
Fólk hefur komið sér fyrir í yfirgefnum húsum á Lesbos. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is