Öllum fyrir bestu að gera þetta í sem bestri sátt

Flóttafólk á Íslandi | 16. september 2020

Öllum fyrir bestu að gera þetta í sem bestri sátt

Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi í morgun er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni.

Öllum fyrir bestu að gera þetta í sem bestri sátt

Flóttafólk á Íslandi | 16. september 2020

Egypska fjölskyldan er ófundin.
Egypska fjölskyldan er ófundin. Ljósmynd/Sema Erla Serdar

Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi í morgun er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni.

Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi í morgun er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni.

Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna.

„Staðan er óbreytt frá því í morgun. Stoðdeildin [ríkislögreglustjóra] er með þetta mál fyrir framan sig og hefur verið að skoða stöðuna,“ segir Jóhann, sem kveðst ekki eiga von á því að lýst verði eftir fjölskyldunni.

Hann segir að í málum sem þessum sé alltaf reynt að gæta meðalhófs, sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Markmiðið sé að vinna málið í samvinnu við fólkið og þá aðila sem komi að því.

„Ég býst ekki við vendingu í dag. Það er enginn asi varðandi þetta mál. Það er tekið skref fyrir skref í rólegheitum. Það er öllum fyrir bestu að þetta sé gert í sem bestri sátt,“ segir Jóhann.

Ekki var unnt að fram­fylgja frá­vís­un fjöl­skyldu frá land­inu sem fara átti fram í morg­un. Fólkið var ekki á fyr­ir­framákveðnum stað þar stoðdeild hugðist fylgja því úr landi.

mbl.is