Fólk flykktist á kampavínsdagana á Vox

Hverjir voru hvar | 20. september 2020

Fólk flykktist á kampavínsdagana á Vox

Fyrstu kampavínsdagarnir hófu göngu sína á Vox á miðvikudaginn þegar Kampavínsfjelagið & co. stóð fyrir fyrsta smakkviðburði ársins. Margt var um manninn á Vox Home þar sem kampavínið frá Philipponnat var kynnt til sögunnar en það hefur aldrei verið til hér á landi.

Fólk flykktist á kampavínsdagana á Vox

Hverjir voru hvar | 20. september 2020

Fyrstu kampavínsdagarnir hófu göngu sína á Vox á miðvikudaginn þegar Kampavínsfjelagið & co. stóð fyrir fyrsta smakkviðburði ársins. Margt var um manninn á Vox Home þar sem kampavínið frá Philipponnat var kynnt til sögunnar en það hefur aldrei verið til hér á landi.

Fyrstu kampavínsdagarnir hófu göngu sína á Vox á miðvikudaginn þegar Kampavínsfjelagið & co. stóð fyrir fyrsta smakkviðburði ársins. Margt var um manninn á Vox Home þar sem kampavínið frá Philipponnat var kynnt til sögunnar en það hefur aldrei verið til hér á landi.

Að lokinni kynningu hélt stór hluti gesta yfir á Vox Brasserie þar sem boðið var upp á þriggja rétta kvöldverð ásamt lystauka og voru réttirnir allir paraðir sérstaklega við ólíkar tegundir kampavíns frá Philipponnat. Meðal þess sem boðið var upp á var íslensk hörpuskel, frönsk ostra, kálfa-rib-eye og ganache og sorbet.

Kampavínsdagarnir standa yfir fram á sunnudagskvöld og hafa yfir 400 manns boðað komu sína í þessa einstöku matarupplifun.

Vox og Kampavínsfjelagið munu standa fyrir viðburðum af þessu tagi á tveggja mánaða fresti og í nóvember verða dagarnir helgaðir hinu þekkta kampavíni frá Drappier. Dagskráin er sömuleiðis þétt og spennandi á nýju ári.

Fjöldatakmörkun er í smakkklúbb Kampavínsfjelagsins og verða félagsmenn ekki fleiri en 100. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu fylltist klúbburinn fljótt og eru margir á biðlista eftir því að komast inn.

Stefán Einar Stefánsson.
Stefán Einar Stefánsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is