Ræddu aldrei ótta á kynfæralimlestingum

Flóttafólk á Íslandi | 22. september 2020

Ræddu aldrei ótta á kynfæralimlestingum

„Á engu stigi málsins var því borið við að umsækjendur óttuðust kynfæralimlestingar ef þeim yrði gert að snúa aftur til heimalands og var sú málsástæða því ekki sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar“, segir í tilkynningu frá Útlendingastofnun vegna máls hinnar egypsku Khedr fjölskyldu sem nú er í felum. 

Ræddu aldrei ótta á kynfæralimlestingum

Flóttafólk á Íslandi | 22. september 2020

Húsnæði Útlendingastofnunar.
Húsnæði Útlendingastofnunar. mbl.is/Hari

„Á engu stigi málsins var því borið við að umsækjendur óttuðust kynfæralimlestingar ef þeim yrði gert að snúa aftur til heimalands og var sú málsástæða því ekki sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar“, segir í tilkynningu frá Útlendingastofnun vegna máls hinnar egypsku Khedr fjölskyldu sem nú er í felum. 

„Á engu stigi málsins var því borið við að umsækjendur óttuðust kynfæralimlestingar ef þeim yrði gert að snúa aftur til heimalands og var sú málsástæða því ekki sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar“, segir í tilkynningu frá Útlendingastofnun vegna máls hinnar egypsku Khedr fjölskyldu sem nú er í felum. 

Vísa átti fjölskyldunni úr landi í síðustu viku en það tókst ekki og er dvalarstaður fjölskyldnnar enn ókunnur.

Lögmaður fjölskyldunnar sagði í samtali við mbl.is í gær að í máli fjölskyldunnar hafi ekki verið kannað hvort móðir og dótt­ir væru í sér­stak­lega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyr­ir kyn­færalim­lest­ingu. Þrátt fyr­ir það var í máli nr. 2018-02751, sem varðar aðra egypska fjöl­skyldu og tek­in var ákvörðun um í fyrra, fjallað ít­ar­lega um það hversu al­geng­ar kyn­færalim­lest­ing­ar eru í Egyptalandi.

Stefna og beiðni um flýtimeðferð var lögð fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir hönd fjöl­skyld­unn­ar í gær.

Ólíkar ástæður þó uppruninn sé sá sami

Í fyrrnefndri tilkynningu bendir Útlendingastofnun á að ástæður þess að einstaklingar telja sig þurfa á vernd að halda eru ólíkar milli einstaklinga jafnvel þótt þeir komi frá sama landi.

„Ríkisborgarar sama lands geta tilheyrt ólíkum þjóðfélagshópum, verið ólíkrar trúar, haft ólíkar stjórnmálaskoðanir, búið við ólíkar félagslegar aðstæður og þar af leiðandi hafa atburðir og almennt ástand ekki sömu áhrif á alla einstaklinga sama ríkis. Ávallt fer fram einstaklingsbundið mat á aðstæðum hvers og eins.“

Í máli egypsku fjölskyldunnar var um að ræða beiðni um alþjóðlega vernd á grundvelli ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum, ekki á grundvelli hættu á kynfæralimlestingu.

„Þrátt fyrir þá meginreglu flóttamannasamningsins að ástæða umsóknar sé borin fram af umsækjanda fer þó ávallt fram skoðun á aðstæðum í heimaríki, sem tekur til almennra þátta svo sem stjórnarfars, mannréttinda og félagslegra aðstæðna. Á grundvelli slíkrar skoðunar er tekið tillit til þess hvort kerfisbundnar ofsóknir eða almennt ástand í viðkomandi ríki sé með þeim hætti að tilefni sé til þess að veita alþjóðlega vernd. Í ákvörðunum Útlendingastofnunar og úrskurðum kærunefndar er vísað til þeirra heimilda, skýrslna og annarra upplýsinga, sem liggja til grundvallar niðurstöðunni.“

mbl.is