Bjarni: „Kerfið hafi brugðist“

Flóttafólk á Íslandi | 25. september 2020

Bjarni: „Kerfið hafi brugðist“

Sú ákvörðun kærunefndar útlendingamála að taka upp að nýju mál Khedr-fjölskyldunnar, sem varð þess valdandi að henni var veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, kom Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á óvart.

Bjarni: „Kerfið hafi brugðist“

Flóttafólk á Íslandi | 25. september 2020

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Hari

Sú ákvörðun kærunefndar útlendingamála að taka upp að nýju mál Khedr-fjölskyldunnar, sem varð þess valdandi að henni var veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, kom Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á óvart.

Sú ákvörðun kærunefndar útlendingamála að taka upp að nýju mál Khedr-fjölskyldunnar, sem varð þess valdandi að henni var veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, kom Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á óvart.

„Mér sýnist málið hafa ráðist af tæknilegum atriðum en þetta er ekki minn málaflokkur, hef ekki allar upplýsingar til að úttala mig um það,“ sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir að hann kom út af ríkisstjórnarfundi í hádeginu.

mbl.is hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag, án árangurs.

Málsmeðferðin ekki boðleg

„En mér finnst allt um þetta mál bera þess merki að kerfið okkar hafi brugðist, kerfið er ekki að ráða við að halda utan um svona mál þannig að bæði málsmeðferðin og endanleg niðurstaða sé gegnsæ og skiljanleg og byggi á skýrum reglum,“ hefur Vísir eftir Bjarna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði málsmeðferðina ekki boðlega og ljóst að málið hvetti til að kerfið yrði skoðað.

mbl.is