Hlakka til að fara aftur í skólann

Flóttafólk á Íslandi | 25. september 2020

Hlakka til að fara aftur í skólann

Khedr-fjölskyldan grét af gleði þegar lögmaður hennar tjáði þeim að þau hefðu fengið dvalarleyfi á Íslandi. Börnin hlakka til að mæta í skólann á mánudaginn og hitta vini sína að nýju eftir að hafa verið í felum frá íslenskum stjórnvöldum í viku.

Hlakka til að fara aftur í skólann

Flóttafólk á Íslandi | 25. september 2020

Egypska fjölskyldan hafði verið í felum í viku. Börnin fjögur …
Egypska fjölskyldan hafði verið í felum í viku. Börnin fjögur hlakka mikið til að komast aftur í skólann. Ljósmynd/Sema Erla Serdar

Khedr-fjölskyldan grét af gleði þegar lögmaður hennar tjáði þeim að þau hefðu fengið dvalarleyfi á Íslandi. Börnin hlakka til að mæta í skólann á mánudaginn og hitta vini sína að nýju eftir að hafa verið í felum frá íslenskum stjórnvöldum í viku.

Khedr-fjölskyldan grét af gleði þegar lögmaður hennar tjáði þeim að þau hefðu fengið dvalarleyfi á Íslandi. Börnin hlakka til að mæta í skólann á mánudaginn og hitta vini sína að nýju eftir að hafa verið í felum frá íslenskum stjórnvöldum í viku.

Í samtali við Vísi sagði Doaa Mohamed Mohamed Eldeib, móðirin í fjölskyldunni, að fjölskyldan hefði verið mjög hrædd og haldið sig alfarið innandyra á meðan lögreglan leitaði þeirra. Þau hafi fengið hjálp við að vera í felum og séu mjög þakklát.

Næstu dagar fara í að ná áttum. Fjölskyldan stefnir á að finna sér íbúð í Reykjavík, börnin fara aftur í skólann og foreldrarnir ætla að leita sér að vinnu.

mbl.is