„Þessir fundir voru góðir“

Kjarasamningar SA og ASÍ | 27. september 2020

„Þessir fundir voru góðir“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að fundir sínir með forsvarsmönnum ASÍ annars vegar og forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins hins vegar, sem fram fóru í ráðherrabústaðnum í dag, hafi verið góðir. Katrín segir það yrði slæmt ef til átaka kæmi á vinnumarkaði.

„Þessir fundir voru góðir“

Kjarasamningar SA og ASÍ | 27. september 2020

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með aðilum vinnumarkaðarins í ráðherrabústaðnum í …
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með aðilum vinnumarkaðarins í ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að fundir sínir með forsvarsmönnum ASÍ annars vegar og forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins hins vegar, sem fram fóru í ráðherrabústaðnum í dag, hafi verið góðir. Katrín segir það yrði slæmt ef til átaka kæmi á vinnumarkaði.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að fundir sínir með forsvarsmönnum ASÍ annars vegar og forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins hins vegar, sem fram fóru í ráðherrabústaðnum í dag, hafi verið góðir. Katrín segir það yrði slæmt ef til átaka kæmi á vinnumarkaði.

„ASÍ og SA eru auðvitað búin að funda sín á milli síðustu vikur og hafa stjórnvöld viljað fylgjast vel með því. Þess vegna boðaði ég þessa aðila á minn fund í dag svo að hægt væri að taka stöðuna á deiluaðilum og heyra sjónarmið þeirra,“ segir Katrín í samtali við mbl.is.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fundaði fyrst með forsætisráðherra …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fundaði fyrst með forsætisráðherra skömmu eftir klukkan eitt. Drífa kom svo á fund Katrínar skömmu síðar. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

ASÍ og SA hafa undanfarna daga greint á um þær forsendur sem liggja að baki lífskjarasamningnum og hvort þær séu brostnar eða ekki. SA hefur boðað til kosninga á meðal aðildarfyrirtækja samtakanna þar sem kosið verður um hvort segja skuli lífskjarasamningnum upp.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, við komuna í ráðherrabústaðinn í dag.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, við komuna í ráðherrabústaðinn í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Samtöl halda áfram

„Það væri mjög slæmt ef til átaka kæmi á vinnumarkaði og því eru stjórnvöld að meta hvað þau geta gert til þess að einfalda líf fólks á vinnumarkaði, bæði atvinnurekenda og launþega,“ bætir Katrín við.

Hún segir ekki tímabært að greina frá því efnislega hvað fram fór á fundunum.

„Þessir fundir voru góðir og við munum halda samtölum okkar við báða þessa aðila áfram á næstunni.“

mbl.is