Áhrifavaldar reknir frá fornminjastað

Áhrifavaldar | 30. september 2020

Áhrifavaldar reknir frá fornminjastað

Hópi áhrifavalda sem voru í boðsferð um fornminjastaðinn Uxmal í Mexíkó var gert að yfirgefa staðinn eftir að þeir fylgdu ekki einföldum sóttvarnareglum. 

Áhrifavaldar reknir frá fornminjastað

Áhrifavaldar | 30. september 2020

Estefania Ahumada og Luis Caballero voru meðal þeirra áhrifavalda sem …
Estefania Ahumada og Luis Caballero voru meðal þeirra áhrifavalda sem reknir voru frá Uxmal.

Hópi áhrifavalda sem voru í boðsferð um fornminjastaðinn Uxmal í Mexíkó var gert að yfirgefa staðinn eftir að þeir fylgdu ekki einföldum sóttvarnareglum. 

Hópi áhrifavalda sem voru í boðsferð um fornminjastaðinn Uxmal í Mexíkó var gert að yfirgefa staðinn eftir að þeir fylgdu ekki einföldum sóttvarnareglum. 

Átta meðlimum úr raunveruleikaþáttunum Acapulo Shore í Mexíkó var boðið í ferðina um slóðir Maya-indjána af ferðamálaráðuneyti Yucatán-ríkis í þeim tilgangi að laða ferðamenn að svæðinu aftur.

Áhrifavaldarnir fóru fljótlega að birta mikið af myndum og myndböndum af sér á fornminjastaðnum og mátti sjá á myndunum að þau fylgdu ekki almennum reglum um sóttvarnir. Reglurnar voru þær að þau þyrftu að bera grímu allan tímann og halda fjarlægðarmörkum, í það minnsta hálfum metra. 

Þegar starfsfólk Uxmal tók eftir hegðun áhrifavaldanna ákvað það að grípa inn í og vísa þeim í burtu. Stjórnvöld í Yucatán-ríki hafa viðurkennt að um væri að ræða boðsferð til að laða fleiri ferðamenn að en segja að áhrifavaldarnir hafi ekki fengið greitt fyrir að koma. 

Í Uxmal á Yucatán-skaga í Mexíkó er að finna stórkostlegar fornminjar um Maya-indjána og þeirra menningu. Loka þurfti fornminjastaðnum vegna heimsfaraldursins fyrr á þessu ári en var hann opnaður aftur 17. september síðastliðinn.

Yucatán Expat Life

mbl.is