Notkun þunglyndislyfja eykst gríðarlega

Samfélagsmál | 2. október 2020

Notkun þunglyndislyfja eykst gríðarlega

Notkun þunglyndislyfja eykst enn á Íslandi en árið 2019 var sala þunglyndislyfja komin í 147,1 dagskammta á hverja 1.000 íbúa og á árinu leystu rúmlega 52.000 Íslendingar út þunglyndislyf. Mesta aukning í fjölda notenda er hjá stúlkum á grunnskólaaldri en aukningin er meira en 90% frá 2009 til 2019. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Ólafs B. Einarssonar, verkefnisstjóra hjá embætti landlæknis, í Læknablaðinu.

Notkun þunglyndislyfja eykst gríðarlega

Samfélagsmál | 2. október 2020

Þunglyndislyf virka ekki á alla þá sem þjást af klínísku …
Þunglyndislyf virka ekki á alla þá sem þjást af klínísku þunglyndi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Notkun þunglyndislyfja eykst enn á Íslandi en árið 2019 var sala þunglyndislyfja komin í 147,1 dagskammta á hverja 1.000 íbúa og á árinu leystu rúmlega 52.000 Íslendingar út þunglyndislyf. Mesta aukning í fjölda notenda er hjá stúlkum á grunnskólaaldri en aukningin er meira en 90% frá 2009 til 2019. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Ólafs B. Einarssonar, verkefnisstjóra hjá embætti landlæknis, í Læknablaðinu.

Notkun þunglyndislyfja eykst enn á Íslandi en árið 2019 var sala þunglyndislyfja komin í 147,1 dagskammta á hverja 1.000 íbúa og á árinu leystu rúmlega 52.000 Íslendingar út þunglyndislyf. Mesta aukning í fjölda notenda er hjá stúlkum á grunnskólaaldri en aukningin er meira en 90% frá 2009 til 2019. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Ólafs B. Einarssonar, verkefnisstjóra hjá embætti landlæknis, í Læknablaðinu.

Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis.
Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðal OECD-þjóða hefur notkun þunglyndislyfja verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Árið 2017 var salan 141,4 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) en salan í Bretlandi var sú fjórða mesta eða 107,9.

Íslendingar skera sig úr með áberandi hætti meðal OECD-ríkjanna í mikilli notkun þunglyndislyfja, sem er langtum meiri hér en í nokkru öðru landi samkvæmt samanburði OECD fyrir árið 2018. Íslendingar hafa um árabil notað þunglyndislyf mest OECD-þjóðanna en í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a Glance, frá því nóvember kemur fram að notkunin hér á landi færist enn í aukana og var 141 dagskammtur á hverja þúsund íbúa árið 2018. Meðalnotkunin í OECD-löndunum var hins vegar á sama tíma 103 dagskammtar. Kanada kemur á hæla Íslands með 110 dagskammta þunglyndislyfja á hverja þúsund íbúa.

Aukin notkun síðustu ára er fyrst og fremst talin stafa af lengri lyfjameðferðartíma að meðaltali hjá hverjum sjúklingi en einnig af fjölgun þeirra sem fá lyf. Um 10% fullorðinna í Bretlandi nota þunglyndislyf en til samanburðar leystu 17,6% fullorðinna (18 ára og eldri) út þunglyndislyf árið 2019 á Íslandi. 

Kannanir benda til þess að algengi þunglyndis sé 3,8-4,8% á Íslandi sem er sambærilegt við hin Norðurlöndin. 

Það er mikilvæg áskorun að greina orsakir mikillar lyfjanotkunar hér á landi og finna leiðir til að beina meðferð við vægu þunglyndi í annan farveg. Þessar leiðir snúast meðal annars um að endurskoða geðheilbrigðisþjónustu sem er meðal verkefna geðheilsuteyma heilsugæslunnar.

Til að breyting verði á þróuninni hér á landi er frumkvæði lækna til hefja samtal við sjúklinga um önnur úrræði og að trappa niður lyf, lykilatriði. Ef engin breyting á sér stað hér á landi verða mögulega margir einstaklingar áfram á þunglyndislyfjameðferð sem ekki er þörf á,“ segir Ólafur í greininni en hana má lesa í heild hér.

 

mbl.is