Ríki sem eru til skammar

Á flótta | 5. október 2020

Ríki sem eru til skammar

Fil­ippo Grandi, fram­kvæmda­stjóri Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UN­HCR), gagnrýndi lönd sem hafa lokað landamærum sínum fyrir örvæntingarfullu fólki á flótta og segir hegðun ríkja Evrópu sem hika ekki við að meina fólki að koma til hafnar til skammar.

Ríki sem eru til skammar

Á flótta | 5. október 2020

AFP

Fil­ippo Grandi, fram­kvæmda­stjóri Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UN­HCR), gagnrýndi lönd sem hafa lokað landamærum sínum fyrir örvæntingarfullu fólki á flótta og segir hegðun ríkja Evrópu sem hika ekki við að meina fólki að koma til hafnar til skammar.

Fil­ippo Grandi, fram­kvæmda­stjóri Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UN­HCR), gagnrýndi lönd sem hafa lokað landamærum sínum fyrir örvæntingarfullu fólki á flótta og segir hegðun ríkja Evrópu sem hika ekki við að meina fólki að koma til hafnar til skammar.

Grandi segir að hælisleitendur og flóttafólk út um allan heim taki gríðarlega áhættu með því að leggja af stað út í óvissuna í þeirri von að komast í öruggt skjól og í von um bætt kjör.

AFP

Lokun landamæra geti ekki verið rétta lausnin. Þetta kom fram í máli hans á ársfundi stofnunarinnar. Við getum ekki heimilað viðbrögð útlendingahaturs sem er aðeins ætlað að tryggja atkvæði og sameina slíkar skoðanir til að móta viðbrögð við áskorunum sem eru flóknar en um leið viðráðanlegar. Grandi varar við því sem er gert í mörgum af ríkustu löndum heims, að halda hælisleitendum fyrir utan landamærin og brjóta þar með alþjóðleg lög og setja líf þeirra sem eru í verstri stöðu í hættu.

Í ræðu sinni fjallaði hann sérstaklega um stöðu 27 flóttamanna sem fengu hvergi að koma að landi í Evrópu í tæpa 40 daga þannig að danskt herskip, en áhöfn þess hafði bjargað lífi fólksins, þurfti að sigla um Miðjarðarhaf allan þann tíma þangað til ítölsk stjórnvöld leyfðu þeim loksins að koma að landi.

AFP

Að sögn Grandi brjóta ríki þannig gegn skyldum sínum og hann sem Evrópubúi finni til skammar yfir því að það hafi tekið meira en mánuð að heimila 27 einstaklingum að koma að landi.

Áður var það þannig að Bandaríkin tóku á móti flestum flóttamönnum en eftir að Trump tók við sem forseti hefur þeim fækkað umtalsvert. Á næsta ári stendur til að taka á móti 15 þúsund manns en þegar Barack Obama var forseti voru þeir yfir 100 þúsund talsins. 

AFP

Að sögn Grandi er ástandið nánast óbærilegt í Sahel í Afríku en milljónir eru á vergangi vegna ástandsins þar. „Það er fátt sem hefur verið jafn mikið áfall, ofbeldið, grimmdin, þar á meðal hryggilegar lýsingar á því hvernig foreldrar eru drepnir fyrir framan börnin sín.“

Á síðasta ári þurftu yfir 600 þúsund að flýja heimili sín í héraðinu, þúsundir skóla voru eyðilagðar og þúsundum kvenna var nauðgað að sögn Grandi.

mbl.is