300% aukning milli ára

Daglegt líf | 8. október 2020

300% aukning milli ára

Sláturmarkaðurinn var opnaður síðastliðinn fimmtudag og stóðu á annað hundrað manns í röð þegar dyrnar voru opnaðar. Að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, áttu menn þar á bæ ekki von á þessum viðbrögðum. „Viðtökurnar voru ansi magnaðar og bjuggumst við ekki við þessari mætingu. Við sjáum það eftir fyrstu vikuna að aukningin er yfir 300% á milli ára sem verður að teljast stórgóð aukning. Það er engu líkara en að fólk kunni vel við að sækja í gamlar íslenskar matarhefðir á þessum skrítnu tímum sem við öll erum að upplifa,“ segir Sigurður og bendir á að fátt sé betra en að setjast niður með sínum nánustu og taka slátur að gömlum sið.

300% aukning milli ára

Daglegt líf | 8. október 2020

Verslanir
Verslanir Kristinn Magnússon

Sláturmarkaðurinn var opnaður síðastliðinn fimmtudag og stóðu á annað hundrað manns í röð þegar dyrnar voru opnaðar. Að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, áttu menn þar á bæ ekki von á þessum viðbrögðum. „Viðtökurnar voru ansi magnaðar og bjuggumst við ekki við þessari mætingu. Við sjáum það eftir fyrstu vikuna að aukningin er yfir 300% á milli ára sem verður að teljast stórgóð aukning. Það er engu líkara en að fólk kunni vel við að sækja í gamlar íslenskar matarhefðir á þessum skrítnu tímum sem við öll erum að upplifa,“ segir Sigurður og bendir á að fátt sé betra en að setjast niður með sínum nánustu og taka slátur að gömlum sið.

Sláturmarkaðurinn var opnaður síðastliðinn fimmtudag og stóðu á annað hundrað manns í röð þegar dyrnar voru opnaðar. Að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, áttu menn þar á bæ ekki von á þessum viðbrögðum. „Viðtökurnar voru ansi magnaðar og bjuggumst við ekki við þessari mætingu. Við sjáum það eftir fyrstu vikuna að aukningin er yfir 300% á milli ára sem verður að teljast stórgóð aukning. Það er engu líkara en að fólk kunni vel við að sækja í gamlar íslenskar matarhefðir á þessum skrítnu tímum sem við öll erum að upplifa,“ segir Sigurður og bendir á að fátt sé betra en að setjast niður með sínum nánustu og taka slátur að gömlum sið.

„Vinsælasta varan okkar er þrjú ófrosin slátur og að sama skapi selst mikið af vömbum, þindum og lifur. Við munum gera okkar allra besta til að tryggja nægt magn svo að allir sem vilja nái að taka slátur í ár. Næg er eftirspurnin og mun starfsfólk okkar í Kringlunni taka vel á móti slátursvöngum viðskiptavinum,“ segir Sigurður en Sláturmarkaðurinn í Hagkaup Kringlunni er opinn þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 14 til 18 og stendur yfir til og með 23. október næstkomandi.

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman