Svona notar þú grímu og hanska

Stöndum saman | 8. október 2020

Svona notar þú grímu og hanska

Fríða Björk Sandholt starfar sem sjúkraliði á Landspítalanum. Hún tók upp myndband á dögunum þar sem hún fór yfir helstu leiðbeiningar við grímu- og hanskanotkun.

Svona notar þú grímu og hanska

Stöndum saman | 8. október 2020

Ljósmynd: Skjáskot

Fríða Björk Sandholt starfar sem sjúkraliði á Landspítalanum. Hún tók upp myndband á dögunum þar sem hún fór yfir helstu leiðbeiningar við grímu- og hanskanotkun.

Fríða Björk Sandholt starfar sem sjúkraliði á Landspítalanum. Hún tók upp myndband á dögunum þar sem hún fór yfir helstu leiðbeiningar við grímu- og hanskanotkun.

Myndbandið hefur nú gengið manna á milli bæði á Instagram og Facebook en greinilegt er að margir hafi haft góð not af því.

Þar sem grímunotkun er orðin ansi algeng hér á landi er mikilvægt að vera með réttu handtökin við notkunina til þess að hún geri sitt gagn.

„Eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag þá er mjög mikilvægt að ALLIR sem þurfa að nota grímu og/eða hanska noti það rétt. Það skiptir nefnilega öllu máli því að röng notkun er fölsk vörn og getur jafnvel haft öfug áhrif og aukið líkur á smiti,“ segir Fríða við myndbandið sem hún gaf K100 góðfúslegt leyfi til þess að birta.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman