Matvælaáætlun SÞ hlýtur friðarverðlaun Nóbels

Jemen | 9. október 2020

Matvælaáætlun SÞ hlýtur friðarverðlaun Nóbels

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Program) hlýtur friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Norska nóbelsnefndin tilkynnti um þetta nú fyrir stundu.

Matvælaáætlun SÞ hlýtur friðarverðlaun Nóbels

Jemen | 9. október 2020

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Program) hlýtur friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Norska nóbelsnefndin tilkynnti um þetta nú fyrir stundu.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Program) hlýtur friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Norska nóbelsnefndin tilkynnti um þetta nú fyrir stundu.

Verðlaunin eru veitt fyrir baráttu stofunarinnar gegn hungri í heiminum, fyrir framlag hennar til bættra aðstæðna til friðar á stríðshrjáðum svæðum og fyrir aðgerðir sem koma í veg fyrir að hungur sé notað sem vopn í átökum, að því er segir í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna eru stærstu mannúðarsamtök heims sem takast á við hungur og matvælaöryggi. Árið 2019 aðstoðaði stofnunin nærri 100 milljónir manna í 88 löndum sem voru fórnarlömb bráðs matvælaóöryggis og hungurs.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) dreifir meðal annars matvælum í Jemen.
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) dreifir meðal annars matvælum í Jemen. AFP

Árið 2015 var útrýming hungurs innleitt sem eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og segir í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar að Matvælaáætlunin sé helsta tól Sameinuðu þjóðanna til að ná fram því markmiði.

„Norska Nóbelsnefndin vill leggja áherslu á að aðstoð sem eykur fæðuöryggi dregur ekki aðeins úr hungri heldur getur einnig hjálpað til við að bæta horfur á stöðugleika og friði. Matvælaáætlunin hefur tekið forystuhlutverk í samþættingu mannúðarstarfs og friðarumleitana með frumkvöðlaverkefnum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu,“ sagir í tilkynningu frá Nóbelsnefndinni.

Fréttin hefur verið uppfærð

AFP
mbl.is