Taktu þátt í Spariátakinu - þú gætir unnið 100.000 kr.

Fatastíllinn | 12. október 2020

Taktu þátt í Spariátakinu - þú gætir unnið 100.000 kr.

Á meðan kórónuveiran geisar reynir Smartland að gera lífið skemmtilegra og örlítið hressara. Í stað þess að breytast hægt og rólega í myglusvepp fyrir framan tölvuna á heimaskrifstofunni viljum við fá fólk til þess að klæða sig upp á. 

Taktu þátt í Spariátakinu - þú gætir unnið 100.000 kr.

Fatastíllinn | 12. október 2020

Á meðan kórónuveiran geisar reynir Smartland að gera lífið skemmtilegra og örlítið hressara. Í stað þess að breytast hægt og rólega í myglusvepp fyrir framan tölvuna á heimaskrifstofunni viljum við fá fólk til þess að klæða sig upp á. 

Á meðan kórónuveiran geisar reynir Smartland að gera lífið skemmtilegra og örlítið hressara. Í stað þess að breytast hægt og rólega í myglusvepp fyrir framan tölvuna á heimaskrifstofunni viljum við fá fólk til þess að klæða sig upp á. 

Með því að vera í sparifötum alla daga, setja á sig farða, blása á sér hárið og láta eins og við séum að fara að gera eitthvað ógurlega spennandi verður örlítið skemmtilegra að vera til.

Veiran hefur áhrif á okkur öll og við þurfum að hjálpast að við að reyna að gera líf hvers annars bærilegra.

Smartland veit alveg að spariföt geta ekki lagað alvarleg andleg veikindi eða læknað kórónuveiruna, en við þurfum að gera eitthvað á hverjum segi sem lætur okkur líða betur. Það að hreyfa sig í 30 mínútur á dag skiptir miklu máli og það skiptir líka máli að hafa rútínu á lífinu, borða alltaf á sömu tímum og vera í vinnunni á meðan við erum að vinna. 

Eitt af því sem getur gert vinnudaginn afkastameiri er að klæða sig upp á. Flest eigum við einhver fín föt í fataskápnum sem eru rykfallin eftir að skemmtanahald lagðist nánast af. Því leggjum við til að þú klæðir þig í þitt fínasta púss, takir mynd og deilir á Instagram og taggir smartlandmortumariu og setur #spariföt. 

Þegar þú deilir myndinni kemstu sjálfkrafa í pottinn og gætir unnið 100.000 krónur í versluninni Mathilda í Kringlunni. Í Mathildu fást afar falleg föt frá frægum hönnuðum eins og Ralph Lauren og Armani svo einhverjir séu nefndir. 

Endilega drífðu þig í þessu því einn heppinn vinningshafi verður dreginn út í lok mánaðarins! 

Sujan Khalifa/Unsplash
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman