Drekka lítið en nota mikið af lyfjum

Samfélagsmál | 19. nóvember 2020

Drekka lítið en nota mikið af lyfjum

Íslenskir unglingar standa sig mjög vel hvað varðar litla áfengisneyslu, sígarettureykingar og notkun kannabisefna. Aftur á móti veldur mikil lyfjanotkun íslenskra ungmenna áhyggjum.

Drekka lítið en nota mikið af lyfjum

Samfélagsmál | 19. nóvember 2020

Ársæll Már Arnarsson, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla …
Ársæll Már Arnarsson, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Hari

Íslenskir unglingar standa sig mjög vel hvað varðar litla áfengisneyslu, sígarettureykingar og notkun kannabisefna. Aftur á móti veldur mikil lyfjanotkun íslenskra ungmenna áhyggjum.

Íslenskir unglingar standa sig mjög vel hvað varðar litla áfengisneyslu, sígarettureykingar og notkun kannabisefna. Aftur á móti veldur mikil lyfjanotkun íslenskra ungmenna áhyggjum.

„Það má segja að íslenskir unglingar skari fram úr unglingum annars staðar í Evrópu hvað varðar litla vímuefnanotkun og það hafa þeir gert í svolítinn tíma. Áfengisneysla íslenskra unglinga er mun minni en jafnaldra þeirra í öðrum löndum Evrópu,“ sagði Ársæll Már Arnarsson, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er fulltrúi Íslands í evrópsku samstarfi um gerð ESPAD-samanburðarrannsókna á vímuefnanotkun 10. bekkinga í 35 Evrópulöndum.

„Þessi kynslóð unglinga í dag er stundum kölluð allsgáða kynslóðin. Við höfum skorið okkur talsvert úr öðrum löndum með að hér hefur þessi breyting orðið snarpari og meiri en annars staðar,“ sagði Ársæll. Hann sagði erlenda fræðimenn horfa mikið til Íslands í þessu sambandi og vera mjög forvitna um hvaða aðferðum hefði verið beitt til að ná þessum árangri.

„Notkun íslenskra unglinga á geð- og taugalyfjum er með því mesta sem gerist í Evrópu. Þeir eru mjög mikið að nota lyf við ofvirkni, þunglyndislyf, róandi lyf og þess háttar sem læknar hafa ávísað til viðkomandi. Það kemur fram í þessum mælingum ESPAD að íslenskir unglingar nota talsvert mikið af róandi lyfjum og ofvirknilyfjum án þess að læknar hafi skrifað upp á þau fyrir þessa einstaklinga,“ sagði Ársæll. Hann sagði þessa miklu lyfjanotkun mögulega tengjast almennt mikilli notkun á geð- og taugalyfjum hér á landi. „En mikil notkun íslenskra unglinga á geð- og taugalyfjum án þess að hafa fengið þau ávísuð af lækni er sérstakt áhyggjuefni,“ sagði Ársæll.

mbl.is