Drukknuðu við strönd Lanzarote

Á flótta | 25. nóvember 2020

Drukknuðu við strönd Lanzarote

Að minnsta kosti fjórar manneskjur drukknuðu er bát hvolfdi skammt frá strönd Lanzarote, einni af Kanaríeyjunum, í gærkvöldi. Óttast er að þrír hafi drukknað til viðbótar en þeirra er enn leitað.

Drukknuðu við strönd Lanzarote

Á flótta | 25. nóvember 2020

AFP

Að minnsta kosti fjórar manneskjur drukknuðu er bát hvolfdi skammt frá strönd Lanzarote, einni af Kanaríeyjunum, í gærkvöldi. Óttast er að þrír hafi drukknað til viðbótar en þeirra er enn leitað.

Að minnsta kosti fjórar manneskjur drukknuðu er bát hvolfdi skammt frá strönd Lanzarote, einni af Kanaríeyjunum, í gærkvöldi. Óttast er að þrír hafi drukknað til viðbótar en þeirra er enn leitað.

Alls voru rúmlega 30 flóttamenn um borð í bátnum er honum hvolfdi skammt fyrir utan fiskimannaþorpið Orzola á norðurhluta eyjunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni tókst fimm bátsverjum að komast að landi en 15 var bjargað úr sjónum. 

AFP

Yfirmaður almannavarna á Lanzarote, Enrique Espinosa,  segir að 28 hafi komist lífs af úr sjávarháskanum en óttast er um afdrif þriggja.

Yfir 18 þúsund einstaklingar hafa komið að landi á Kanaríeyjum í ár og meirihluti þeirra undanfarna tvo mánuði. Fólkið kemur frá Afríku og er að reyna að komast til Evrópu í leit að bættu lífi.  Stefnt er að því að setja upp flóttamannabúðir á eyjunum og hefja viðræður við yfirvöld í nokkrum ríkjum Afríku í þeirri von að hægt sé að draga úr komu flóttafólks til eyjanna að því er segir í frétt AFP.

mbl.is