Tveir brunnu inni í Badalona

Á flótta | 10. desember 2020

Tveir brunnu inni í Badalona

Tveir hælisleitendur brunnu inni er eldur kom upp í vöruhúsi í úthverfi Barcelona í gærkvöldi. Um 200 hælisleitendur höfðu komið sér fyrir í vöruhúsinu og bjuggu þar við ömurlegar aðstæður. Sautján eru slasaðir eftir eldsvoðann og tveir þeirra eru í lífshættu.

Tveir brunnu inni í Badalona

Á flótta | 10. desember 2020

Tveir brunnu inni er eldur kom upp í vistaverum hælisleitenda …
Tveir brunnu inni er eldur kom upp í vistaverum hælisleitenda í Badalona. Af Twitter-síðu bæjaryfirvalda

Tveir hælisleitendur brunnu inni er eldur kom upp í vöruhúsi í úthverfi Barcelona í gærkvöldi. Um 200 hælisleitendur höfðu komið sér fyrir í vöruhúsinu og bjuggu þar við ömurlegar aðstæður. Sautján eru slasaðir eftir eldsvoðann og tveir þeirra eru í lífshættu.

Tveir hælisleitendur brunnu inni er eldur kom upp í vöruhúsi í úthverfi Barcelona í gærkvöldi. Um 200 hælisleitendur höfðu komið sér fyrir í vöruhúsinu og bjuggu þar við ömurlegar aðstæður. Sautján eru slasaðir eftir eldsvoðann og tveir þeirra eru í lífshættu.

Eldurinn kviknaði um níuleytið í gærkvöldi í vöruhúsi í iðnaðarhverfi Badalona, sem er úthverfi Barcelona. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Badalona bjuggu þar um 200 hælisleitendur. 

Slökkviliðsmenn fundu tvö lík inni í vöruhúsinu en margir íbúanna sluppu út úr logandi húsinu í gegnum glugga á bakhlið þess og flúðu af vettvangi. Bæjarstjórinn í Badalona, Xavier Garcia Albiol, telur að yfir 100 hafi flúið af vettvangi en slökkviliðið bjargaði um 60 manns út úr brennandi húsinu. 

Myndir sjónvarpsstöðva sýndu alelda húsið þar sem fólk hékk út um glugga þess í þeirri von að sleppa undan logandi eldtungum. Nokkrir slösuðust við að stökkva út um glugga. 

Enn er unnið að slökkvistarfi. 

mbl.is