Tenerife færð á hættustig: 209 ný smit

Kórónuveiran Covid-19 | 11. desember 2020

Tenerife færð á hættustig: 209 ný smit

Tenerife hefur orðið hvað verst úti af Kanaríeyjum hvað varðar kórónuveiruna. Alls greindust 209 smit á eyjunni í gær og var eyjan færð upp á hættustig. Nú hafa yfir 10 þúsund greinst með veiruna á Tenerife og 3.551 er með virkt smit sem stendur. Diario de Avisos greinir frá. 

Tenerife færð á hættustig: 209 ný smit

Kórónuveiran Covid-19 | 11. desember 2020

Tenerife er komið á hættustig en eyjan hefur orðið hvað …
Tenerife er komið á hættustig en eyjan hefur orðið hvað verst úti af Kanaríeyjunum. AFP

Tenerife hefur orðið hvað verst úti af Kanaríeyjum hvað varðar kórónuveiruna. Alls greindust 209 smit á eyjunni í gær og var eyjan færð upp á hættustig. Nú hafa yfir 10 þúsund greinst með veiruna á Tenerife og 3.551 er með virkt smit sem stendur. Diario de Avisos greinir frá. 

Tenerife hefur orðið hvað verst úti af Kanaríeyjum hvað varðar kórónuveiruna. Alls greindust 209 smit á eyjunni í gær og var eyjan færð upp á hættustig. Nú hafa yfir 10 þúsund greinst með veiruna á Tenerife og 3.551 er með virkt smit sem stendur. Diario de Avisos greinir frá. 

Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru byrjuð að huga að sértækum hátíðartakmörkunum en enn hefur ekkert verið gefið út. Það á því eftir að koma í ljós hvort þær aðgerðir hafi áhrif á jólaferðir Íslendinga til Tenerife. 

Áður höfðu stjórnvöld gefið út strangari takmarkanir yfir jólahátíðirnar og eiga þær að taka gildi 23. desember og gilda til 10. janúar. Þá verður útgöngubann á milli klukkan eitt eftir miðnætti og til sex um morguninn. Barir og veitingastaðir þurfa að loka klukkan 23 og mega aðeins sex sitja við hvert borð og tveggja metra reglan í gildi. Sömu takmörk gilda um einkasamkvæmi og viðburði utandyra en 10 manna samkomutakmörk gilda fyrir hátíðarkvöldverði á stórhátíðardögunum, aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. 

Ferðaskrifstofan VITA var með þrjár skipulagðar ferðir fyrir jólin, tvær til Tenerife og eina til Gran Canaria, en um 350 til 400 manns höfðu bókað sig í ferðirnar í lok nóvember. Þessar þrjár ferðir hafa verið sameinaðar í eina ferð samkvæmt heimildum Túristi.is og eru 262 farþegar bókaðir í ferðina. Þá veit mbl.is einnig til þess að nokkur fjöldi fólks sem hefur vetursetu á Tenerife og ætlaði heim yfir jólin hafi lent í basli með að komast heim vegna þess að fjöldi flugferða hefur verið felldur niður á síðustu vikum.

Bresk stjórnvöld ákváðu í gær að allir þeir sem koma heim til Bretlands frá Kanaríeyjum þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Sú ákvörðun hefur sett ferðalög margra Breta í uppnám og hefur Easy Jet fellt niður fjölda flugferða til og frá eyjunum.

Hér á Íslandi þurfa farþegar sem koma til landsins frá Kanaríeyjum einnig að fara í tveggja vikna sóttkví eða fara í tvöfalda skimun með 5 daga sóttkví á milli.

Ekki er víst hvort þetta muni hafa áhrif á jólaferðir …
Ekki er víst hvort þetta muni hafa áhrif á jólaferðir Íslendinga til Tenerife. AFP
mbl.is