Má ekki bara gerast að svona fari

Kynferðisbrot | 15. desember 2020

Má ekki bara gerast að svona fari

„Því miður sjáum við það gerast nokkuð reglubundið að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir vegna þess að málsmeðferðartími hefur þótt of langur. Í einhverjum tilvikum hefur málsmeðferðartími orðið til þess að dómar fyrir þessi alvarlegu brot eru alfarið skilorðsbundnir.“

Má ekki bara gerast að svona fari

Kynferðisbrot | 15. desember 2020

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.

„Því miður sjáum við það gerast nokkuð reglubundið að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir vegna þess að málsmeðferðartími hefur þótt of langur. Í einhverjum tilvikum hefur málsmeðferðartími orðið til þess að dómar fyrir þessi alvarlegu brot eru alfarið skilorðsbundnir.“

„Því miður sjáum við það gerast nokkuð reglubundið að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir vegna þess að málsmeðferðartími hefur þótt of langur. Í einhverjum tilvikum hefur málsmeðferðartími orðið til þess að dómar fyrir þessi alvarlegu brot eru alfarið skilorðsbundnir.“

Þetta sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag.

Benti hún á að í sal Alþingis væri þingmönnum tíðrætt um innviði.

„Og mig langar til að ræða innviði. Og réttlæti. Löggæsla, ákæruvald og dómstólar eru grunnstoðir og mikilvægir innviðir, þessar stofnanir sem almenningur hefur til að leita réttar síns. Það eru þess vegna hagsmunir okkar allra að þessar stofnanir séu bæði faglegar og skjótvirkar,“ sagði hún.

Málum fjölgað um 40% á síðasta ári

„Gagnrýni mín hún beinist ekki að dómstólum eða ákæruvaldi. Dómstólar dæma út frá þeirri reglu að verði málsmeðferð óhóflega löng af ástæðum sem sakborningi er ekki um kennt, þá geti það haft áhrif á refsingu. Þannig eru leikreglurnar.“

Ákæruvaldið búi við þær aðstæður að málafjöldi aukist ár frá ári en það sama gildi ekki um fjölda starfsmanna.

„Nú liggur til dæmis fyrir að málum hjá ákæruvaldinu fjölgaði um 40% á síðasta ári. Þess vegna þarf að styrkja þessa innviði með fleiri starfskröftum. Mér sýnist hins vegar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni sérstakri aukningu hér,“ sagði Þorbjörg.

„Gagnrýni mín beinist að stjórnvöldum sem gera ekki betur gagnvart brotaþolum en þetta.“

Skorar á ráðherra og ríkisstjórnina

Hún hélt áfram:

„Öll þekkjum við þann veruleika að lágt hlutfall kynferðisbrotamála ratar fyrir dóm. Að það er stórt skref að stíga fram og leggja fram kæru. Að biðin eftir málalokum er þungbær og kvíðavaldandi. Og þá má þetta ekki bara að gerast að svona fari.

Ég skora á dómsmálaráðherra og ríkisstjórnina að gera betur. Ekki af því að við séum endilega að tala fyrir harðri refsipólitík, heldur vegna þess að við erum einfaldlega að tala um réttlæti. Málið snýst um réttlæti.“

mbl.is