Halda íslensk jól á Tenerife

Tenerife | 16. desember 2020

Halda íslensk jól á Tenerife

Nóg hefur verið að gera síðustu vikurnar hjá Herdísi Hrönn Árnadóttur og Sævari Lúðvíkssyni á barnum Nostalgiu á Tenerife. Þau hafa steikt kleinur í bílförmum, mokað út flatbrauði og þegar blaðamaður sló á þráðinn suður til Tenerife var Herdís að skoða uppskriftir að laufabrauði. 

Halda íslensk jól á Tenerife

Tenerife | 16. desember 2020

Herdís Hrönn og eiginmaður hennar, Sævar Lúðvíksson, reka Nostalgia bar.
Herdís Hrönn og eiginmaður hennar, Sævar Lúðvíksson, reka Nostalgia bar. Mynd/Herdís Hrönn Árnadóttir

Nóg hefur verið að gera síðustu vikurnar hjá Herdísi Hrönn Árnadóttur og Sævari Lúðvíkssyni á barnum Nostalgiu á Tenerife. Þau hafa steikt kleinur í bílförmum, mokað út flatbrauði og þegar blaðamaður sló á þráðinn suður til Tenerife var Herdís að skoða uppskriftir að laufabrauði. 

Nóg hefur verið að gera síðustu vikurnar hjá Herdísi Hrönn Árnadóttur og Sævari Lúðvíkssyni á barnum Nostalgiu á Tenerife. Þau hafa steikt kleinur í bílförmum, mokað út flatbrauði og þegar blaðamaður sló á þráðinn suður til Tenerife var Herdís að skoða uppskriftir að laufabrauði. 

Herdís og Sævar héldu aftur heim til Tenerife í haust og opnuðu barinn sinn eftir nokkurra mánaða lokun vegna kórónuveirunnar. Vegna þess hve fáir ferðamenn hafa verið á ferli síðustu vikurnar ákváðu þau að breyta um kúrs og einbeita sér að íslenskum heimamönnum á Tenerife.

„Við þurftum að hugsa allt upp á nýtt. Nú erum við bara að hugsa um heimamennina og hvað við getum gert fyrir þau. Við erum búin að tala um það í mörg ár að búa til flatkökur. Síðan höfum við verið með búbblur og bita, þá vorum við með íslenskt þema, flatkökur og hangikjöt og reyktan lax og sörur og kleinur. Það sló í gegn,“ segir Herdís. 

„Venjulega eru fimm flugferðir í viku og allir þekkja einhvern og fá sent allt frá Íslandi. Núna erum við bara svo einangruð að það er ekkert flug frá Íslandi og enginn að koma. Þá bara vantar okkur þetta allt saman en þá er bara að fara í gömlu bækurnar hjá mömmu og finna uppskriftirnar,“ segir Herdís.  

Síðustu vikur hafa þau staðið fyrir alls konar skemmtunum innan sóttvarnareglna og haldið vinsæl „silent disco“-kvöld sem hafa verið vel sótt af Íslendingum. Einnig hafa þau steikt kleinur og keyrt heim til Íslendinga. Um helgina ætla þau að bjóða gestum upp á jólaglögg og vera með kökubasar.

Nostalgia á Tenerife.
Nostalgia á Tenerife.

Herdís segir að þau bíði átekta eftir nýjum fréttum af sóttvarnareglum en þær verða mögulega hertar fyrir jólahátíðirnar. Til stendur að halda fiskihlaðborð á Nostalgíu á Þorláksmessu. Síðustu ár hafa þau haldið skötuveislu en vegna þess hve fáir eru í bænum þessi jólin ákváðu þau að breyta því í fiskihlaðborð og vera með saltfisk og rúgbrauð. Á jóladag stefna þau svo á að halda hangikjötsveislu. Á gamlárskvöld ætla þau að vera með kalkúnaveislu og sýna skaupið á barnum. 

Smituðum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna á Tenerife en í síðustu viku var greint frá því að Tenerife hefði orðið verst úti af öllum Kanaríeyjunum. Þá var eyjan færð upp á hættustig og verið er að endurmeta sóttvarnareglur yfir hátíðirnar. Mögulega verða reglurnar hertar en núna er útgöngubann frá klukkan 23 til klukkan sex á morgnana. 

Börum og veit­ingastöðum þarf að loka fyrir klukk­an 23 og mega aðeins sex sitja við hvert borð og tveggja metra regl­an í gildi. Sömu tak­mörk gilda um einka­sam­kvæmi og viðburði utan­dyra en 10 manna sam­komutak­mörk gilda fyr­ir hátíðar­kvöld­verði á stór­hátíðar­dög­un­um, aðfanga­dag, jóla­dag, gaml­árs­dag og ný­árs­dag.

Ríkisstjórn Bretlands ákvað að breyta reglum um þá sem koma heim til Bretlands frá öllum Kanaríeyjunum og þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. Það hefur haft mikil áhrif og hafa margar flugferðir verið felldar niður vegna þessa.

mbl.is