Þýsk og finnsk börn flutt heim frá Sýrlandi

Ríki íslams | 20. desember 2020

Þýsk og finnsk börn flutt heim frá Sýrlandi

Þýskaland og Finnland tilkynntu í dag að þau hefðu flutt 23 ríkisborgara sína, konur og börn, heim frá Sýrlandi. Sumar kvennanna sæta rannsókn vegna gruns um að hafa gengið til liðs við ríki íslams.

Þýsk og finnsk börn flutt heim frá Sýrlandi

Ríki íslams | 20. desember 2020

„Grunnréttindi barnanna í al-Hol-búðunum verða ekki vernduð nema með því …
„Grunnréttindi barnanna í al-Hol-búðunum verða ekki vernduð nema með því að flytja þau heim til Finnlands.“ AFP

Þýskaland og Finnland tilkynntu í dag að þau hefðu flutt 23 ríkisborgara sína, konur og börn, heim frá Sýrlandi. Sumar kvennanna sæta rannsókn vegna gruns um að hafa gengið til liðs við ríki íslams.

Þýskaland og Finnland tilkynntu í dag að þau hefðu flutt 23 ríkisborgara sína, konur og börn, heim frá Sýrlandi. Sumar kvennanna sæta rannsókn vegna gruns um að hafa gengið til liðs við ríki íslams.

„Það er mér mikill léttir að tilkynna að okkur hefur tekist að flytja heim 12 börn og þrjár mæður úr flóttamannabúðum í norðausturhluta Sýrlands,“ segir utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, í tilkynningu.

Samkvæmt Maas er um að ræða heimflutning af mannúðarástæðum, en aðallega er um að ræða munaðarleysingja og veik börn þar sem heimflutningur hafi verið talinn nauðsynlegur. Ekki er mögulegt að flytja börn heim frá Sýrlandi án mæðra sinna.

Þá tilkynnti finnska utanríkisráðuneytið að sex börn og tvær mæður hefðu verið fluttar heim til Finnlands. „Samkvæmt stjórnarskránni ber finnskum yfirvöldum að vernda grunnréttindi finnskra barna í búðum eins og mögulegt er,“ segir í tilkynningu. „Grunnréttindi barnanna í al-Hol-búðunum verða ekki vernduð nema með því að flytja þau heim til Finnlands.“

mbl.is