Taldi að Maxwell myndi flýja land

Jeffrey Epstein | 29. desember 2020

Taldi að Maxwell myndi flýja land

Dómari hafnaði í gær beiðni Ghislaine Maxwell um lausn gegn 28,5 millj­óna doll­ara, jafn­v­irði 3,6 millj­arða króna, trygg­ingu. Maxwell er sökuð um mansal og bíða hennar réttarhöld vegna meintra kynferðisbrota.

Taldi að Maxwell myndi flýja land

Jeffrey Epstein | 29. desember 2020

Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein.
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein. AFP

Dómari hafnaði í gær beiðni Ghislaine Maxwell um lausn gegn 28,5 millj­óna doll­ara, jafn­v­irði 3,6 millj­arða króna, trygg­ingu. Maxwell er sökuð um mansal og bíða hennar réttarhöld vegna meintra kynferðisbrota.

Dómari hafnaði í gær beiðni Ghislaine Maxwell um lausn gegn 28,5 millj­óna doll­ara, jafn­v­irði 3,6 millj­arða króna, trygg­ingu. Maxwell er sökuð um mansal og bíða hennar réttarhöld vegna meintra kynferðisbrota.

Hún er sökuð um að hafa ítrekað útvegað fyrr­ver­andi kær­asta sín­um, barn­aníðingn­um Jef­frey Ep­stein, stúlk­ur sem voru und­ir lögaldri. Hún er sökuð um að hafa út­vegað Ep­stein stúlk­ur, allt niður í 14 ára gaml­ar, en hann framdi sjálfs­víg í fang­elsi á síðasta ári.

Dómari sagði að hætta væri á því að Maxwell myndi flýja land ef hún yrði látin laus gegn tryggingu og því var beiðni hennar hafnað. 

Er þetta í annað sinn sem beiðni Maxwell er hafnað en réttarhöld yfir henni hefjast um mitt næsta ár.

Maxwell á yfir höfði sér allt að 35 ára fang­elsi verði hún fund­in sek um meinta glæpi frá ár­unum 1994 til 1997. Hún er einnig sökuð um að hafa stund­um tekið þátt í því að beita stúlk­urn­ar kynferðislegu ofbeldi.

Frétt BBC. 

mbl.is