Máli gegn Jóni Baldvin vísað frá

Jón Baldvin Hannibalsson | 7. janúar 2021

Máli gegn Jóni Baldvin vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni vegna meints kynferðisbrots. 

Máli gegn Jóni Baldvin vísað frá

Jón Baldvin Hannibalsson | 7. janúar 2021

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni vegna meints kynferðisbrots. 

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni vegna meints kynferðisbrots. 

Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins.

Carmen Jóhannsdóttir kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot en hún sagði fyrrverandi ráðherrann hafa strokið henni utanklæða og niður eftir rassi hennar þar sem hún var gestkomandi á heimili hans á Spáni fyrir þremur árum.

Ákæruvaldið byggði málatilbúnað sinn á því að sú háttsemi sem Jóni Baldvin var gefin að sök sé refsiverð eftir spænskum lögum, sem sé sambærileg grein í íslenskum hegningarlögum.

Dómari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt því íslenska. 

„Samkvæmt orðanna hljóðan getur spænska lagaákvæðið ekki talist sambærilegt íslenska lagaákvæðinu sem ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn og sýnist varða annars konar sakarefni,“ segir meðal annars í niðurstöðu dómara.

Enn fremur liggi ekki fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemi Jóns Baldvins sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum. Því skuli Jón Baldvin njóta vafans og málinu vísað frá.

Þá greiðast 917.600 króna málsvarnarlaun Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Jóns Baldvins, úr ríkissjóði. 

mbl.is