57 látnir í loftárás í Sýrlandi

Sýrland | 13. janúar 2021

57 látnir í loftárás í Sýrlandi

Í það minnsta 14 sýrlenskir hermenn, 16 íraskir vígamenn og 11 afganskir vígamenn létust í loftárás Ísraelsmanna á herstöð og vopnabúr í Austur-Sýrlandi í nótt. Þetta er mesta mannfall í slíkri árás síðan árið 2018. Tugir eru særðir.

57 látnir í loftárás í Sýrlandi

Sýrland | 13. janúar 2021

Stríðsástand hefur ríkt í Sýrlandi nærri áratug. 40 létust í …
Stríðsástand hefur ríkt í Sýrlandi nærri áratug. 40 létust í loftárás í nótt í Sýrlandi. AFP

Í það minnsta 14 sýrlenskir hermenn, 16 íraskir vígamenn og 11 afganskir vígamenn létust í loftárás Ísraelsmanna á herstöð og vopnabúr í Austur-Sýrlandi í nótt. Þetta er mesta mannfall í slíkri árás síðan árið 2018. Tugir eru særðir.

Í það minnsta 14 sýrlenskir hermenn, 16 íraskir vígamenn og 11 afganskir vígamenn létust í loftárás Ísraelsmanna á herstöð og vopnabúr í Austur-Sýrlandi í nótt. Þetta er mesta mannfall í slíkri árás síðan árið 2018. Tugir eru særðir.

Alls voru aðgerðir lofthers Ísrels átján og beindust að mörgum skotmörkum á svæði frá Deir Ezzor í austir til landamæra Sýrlands og Írak samkvæmt frásögn mannréttindasamtaka á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á 16 manns sem einnig fórust í árásunum.

Vígahópar á vegum Hizbollah samtakanna og Fatimið Brigade, sem eru hliðhollir Írönum og Afgönum, eru með viðveru á svæðinu. Nokkrum dögum fyrir árásina fluttu liðsmenn Fatimid Brigade vopn sem framleidd voru í Íran til Austur-Sýrlands frá Írak. Grunur er um að þau hafi verið geymd á því svæði er ráðist var á af flugher Ísraels.

Uppfært klukkan 15:35

Upphaflega var greint frá því að 40 hafi farist. Nú er ljóst að 57 hafi farist í árásunum.

mbl.is