Kópavogsbær svarar Eflingu

Kjaraviðræður | 28. janúar 2021

Kópavogsbær svarar Eflingu

Kópavogsbær hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna opins bréfs sem stéttarfélagið Efling sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og Þorsteini Einarssyni starfsmannastjóra, þar sem skorað var á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar sínar um styttingu vinnuvikunnar.

Kópavogsbær svarar Eflingu

Kjaraviðræður | 28. janúar 2021

Kópavogsbær hefur svarað opnu bréfi frá forsvarsmönnum Eflingar.
Kópavogsbær hefur svarað opnu bréfi frá forsvarsmönnum Eflingar. mbl.is/Hjörtur

Kópavogsbær hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna opins bréfs sem stéttarfélagið Efling sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og Þorsteini Einarssyni starfsmannastjóra, þar sem skorað var á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar sínar um styttingu vinnuvikunnar.

Kópavogsbær hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna opins bréfs sem stéttarfélagið Efling sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og Þorsteini Einarssyni starfsmannastjóra, þar sem skorað var á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar sínar um styttingu vinnuvikunnar.

Í könnun meðal Eflingarstarfsmanna hjá Kópavogsbæ segir ríflega helmingur aðspurðra að stytting vinnuvikunnar hafi ekki verið innleidd á þeirra vinnustað.

Í yfirlýsingu Kópavogsbæjar segir að fullt samráð hafi verið bæði við fulltrúa stéttarfélaga og starfsfólk bæjarins þegar stytting vinnuvikunnar var rætt. Ljóst þótti að fyrirkomulagið yrði mismunandi eftir vinnustöðum og því var kosið á hverjum stað fyrir sig um hvert fyrirkomulagið yrði.

„Settar voru á stofn vinnutímanefndir fyrir stofnanir Kópavogsbæjar sem samanstóðu af fulltrúum stjórnenda og starfsmanna og áttu öll stéttarfélög sinn fulltrúa í hverri nefnd. Farið var yfir tækifæri til vinnutímastyttingar á hverjum vinnustað fyrir sig. Starfsfólk og stjórnendur greiddu atkvæði um tillögur vinnutímastyttingar og þurfti a.m.k. helmingur starfsmanna að taka þátt.

Þá þurfti meirihluti að samþykkja tillöguna eða meirihluti þeirra starfsmanna sem tillagan fjallar um. Sú tillaga sem hlaut samþykki meirihluta starfsmanna er sú sem varð ofan á og tók gildi þann 1. janúar 2021 eins og kveðið er á um í kjarasamningi,“ segir í yfirlýsingu Kópavogsbæjar.

Í yfirlýsingunni segir einnig að Kópavogsbær telji styttingu vinnuvikunnar vera umbótaverkefni sem feli í sér jákvæðar breytingar á starfsumhverfi starfsmanna. Eflingarstarfsfólk sé dýrmætur hópur starfsfólks Kópavogsbæjar.

mbl.is