Systur fái ríkisborgararétt

Flóttafólk á Íslandi | 29. janúar 2021

Systur fái ríkisborgararétt

Systurnar  Régine Marthe og Elodie Marie eru meðal þeirra sem fá íslenskan ríkisborgararétt verði frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar að lögum. Um 22 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að þeim og foreldrum þeirra yrði ekki vísað úr landi.

Systur fái ríkisborgararétt

Flóttafólk á Íslandi | 29. janúar 2021

Bassirou Ndiaye, Mahe Diouf og dætur þeirra: Régine Marthe og …
Bassirou Ndiaye, Mahe Diouf og dætur þeirra: Régine Marthe og Elodie Marie. Af vefnum Change.org

Systurnar  Régine Marthe og Elodie Marie eru meðal þeirra sem fá íslenskan ríkisborgararétt verði frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar að lögum. Um 22 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að þeim og foreldrum þeirra yrði ekki vísað úr landi.

Systurnar  Régine Marthe og Elodie Marie eru meðal þeirra sem fá íslenskan ríkisborgararétt verði frumvarp meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar að lögum. Um 22 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að þeim og foreldrum þeirra yrði ekki vísað úr landi.

Systurnar, sem eru báðar fæddar hér á Íslandi, eru þriggja og sex ára gamlar. Foreldrar þeirra, Mahe Diouf og Bassirou Ndiaye komu hingað til lands frá Senegal árið 2013 og sóttu um at­vinnu- og dval­ar­leyfi. Þegar þeim var synjað um dval­ar­leyfi átti að senda þau úr landi. Þá var Mahe ófrísk og brott­vís­un­inni því frestað. 

Þá sóttu þau um dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum árið 2015 og var því synjað í októ­ber árið eft­ir. Árið 2017 sóttu þau um alþjóðlega vernd og var um­sókn­inni hafnað í janú­ar 2018. Synj­un­in var kærð til kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála sem staðfesti hana í mars 2018. Sótt var um frest­un réttaráhrifa og frest­un­in veitt.

Sjá nánar hér

Mahe Diouf var ein þeirra sem flutti erindi í velferðarkaffi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í morgun og talaði þar sem skjólstæðingur sviðsins. Hún þakkar Íslendingum fyrir þann mikla stuðning sem þau hafa fundið fyrir og þær góðu fréttir sem fjölskyldan fékk í gær. 

Mahe segir að fjölskyldan hafi fengið góða aðstoð frá velferðarsviðinu. Þar skipti  stuðningur við öflun veraldlegra hluta eins og húsgagna máli en enn frekar sá félagslegi  stuðningur sem þau hafi notið frá starfsfólki sviðsins – mannúð. Þegar fólk bíði eftir niðurstöðu beiðnar um vernd þá líði því oft illa og álagið sé mikið. Stundum þannig að fólk vilji einangra sig og ekki hitta neinn. Starfsfólkið hafi virt þau og verið tilbúið til að svara spurningum þeirra. Mikilvægt sé að geta treyst starfsfólkinu því þetta eru upplýsingar sem fólk er að deila sem þú vilt ekki deila með hverjum sem er. 

Mahe talaði meðal annars um þann stuðnings sem hún fékk þegar hún gekk með dætur sínar og eftir barnsburð. 

Regína Ásvaldsdóttir.
Regína Ásvaldsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að það hafi fjölgað mjög mikið fólki sem hefur fengið stöðu flóttafólks en alls hafi 750 fengið stöðu  árunum 2019 og 2020. Flestir þeirra koma á eigin vegum og sækja hér um alþjóðlega vernd. Einhleypir karlar eru fjölmennastir í þessum hópi.  

Jafna stöðu flóttafólks

Verið er að undirbúa samræmda móttöku flóttafólks á Íslandi en árið 2018 var sett á laggirnar sérstök nefnd á vegum félagsmálaráðuneytis með það hlutverk að koma með tillögur að samræmdri móttöku flóttafólks. Unnið er samkvæmt skýrslu nefndarinnar en breytingin er ekki orðin að lögum.

Sveitarfélögin hafa kallað eftir breytingunni en mikill munur er á þjónustu við kvótaflóttafólk og þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd. Fjármagn var tryggt frá ríkinu fyrir kvótaflóttafólk ólíkt því þegar fólk kemur hingað sem hælisleitendur og fær alþjóðlega vernd í kjölfarið. Sveitarfélögin hafa óskað eftir því að munurinn væri ekki jafn mikill og raun ber vitni. 

Við vildum sjá meira fjármagn þannig að við gætum veitt betri þjónustu, segir Regína. Núna liggur fyrir að gera samning milli Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins og vætanlega verður skrifað undir hann í næstu viku segir hún. Þegar hefur verið skrifað undir samning við Reykjanesbæ en samningur einnig í vinnslu við Hafnarfjarðarbæ.

Að sögn Regínu felur samningurinn í sér að þjónusta verði veitt fyrir allt að 500 manns í allt að tólf mánuði. Þetta er þjónusta fyrir flóttafólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd, mannúðarleyfi, fjölskyldusameiningar og kvótaflóttamenn.

Nú eru 220 einstaklingar sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi í þjónustu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en samþykkt var í borgarráði fyrir jól að veita allt að 300 þjónustu á meðan Útlendingastofnun er með mál þeirra til meðferðar, kannar forsendur fyrir umsókninni og hvort ástæða sé til að veita viðkomandi stöðu flóttamanns.

Regína segir að margar áskoranir séu í þessari starfsemi velferðarsviðs og þar sé menningarnæmi algjör grundvöllur fyrir því að fólk starfi við þessa þjónustu. Menningarnæmi sem felur meðal annars í sér þekkingu á eigin fordómum, viðhorfi til einstaklinga af öðru þjóðerni, kynþætti og menningaruppruna ásamt þekkingu á ólíkum siðum og trúarbrögðum.

Menningarnæmi er grundvöllur fyrir vinnu með hópum og einstaklingum og það er mikilvægt að mæta fólki þar sem það er statt því við vitum aldrei úr hvaða aðstæðum það er að koma.

Með þessu er hægt að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu við flóttafólk og veita þann stuðning og þjónustu sem það þarf á að halda. 

Eldhússpjallið gott

Mirela Protopapa sem starfar í húsnæðisteymi velferðarsviðs fjallaði um starf teymisins í velferðarkaffinu í morgun. En hlutverk þess er að kynna fólki umgengni um húsnæðið og aðstoða fólk ef það þarf til að mynda kennslu við notkun heimilistækja og þrif enda kemur fólk úr ólíkum aðstæðum sem hingað leitar.  Hún segir að húsnæðisstuðningur sé oft góður til þess að mynda brú á milli ólíkra menningarheima, að koma á samfélagsfræðslu með eldhússpjalli, segir hún. Það sé líka mjög gleðilegt að sjá þá sem fara úr þjónustu teymisins standa sig vel, opna veitingastaði eða búðir og gefa strax til baka.

mbl.is