Góður gangur í álversviðræðum

Kjaraviðræður | 4. febrúar 2021

Góður gangur í álversviðræðum

Ekki er talið útilokað að hægt verði að ganga frá kjarasamningi á sáttafundi í dag á Egilsstöðum í kjaraviðræðum Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál.

Góður gangur í álversviðræðum

Kjaraviðræður | 4. febrúar 2021

Alcoa Fjarðaál. Væntanlegur samn-ingur nær til um 400 starfsmanna.
Alcoa Fjarðaál. Væntanlegur samn-ingur nær til um 400 starfsmanna. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ekki er talið útilokað að hægt verði að ganga frá kjarasamningi á sáttafundi í dag á Egilsstöðum í kjaraviðræðum Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál.

Ekki er talið útilokað að hægt verði að ganga frá kjarasamningi á sáttafundi í dag á Egilsstöðum í kjaraviðræðum Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál.

Það var þó í gær talið geta ráðist af því hvort tækist að leiða til lykta eitt mál sem út af stóð. „Þetta er komið mjög langt hjá okkur og maður er enn þá mjög bjartsýnn á að það náist að klára þetta,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ.

Sáttafundur síðastliðinn þriðjudag var árangursríkur en hann stóð yfir langt fram eftir kvöldi. Kristján segir fundinn hafa gengið mjög vel og góðar umræður farið fram, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

mbl.is