„Höfuðborgarsvæðið er að fullorðnast“

Borgarlínan | 5. febrúar 2021

„Höfuðborgarsvæðið er að fullorðnast“

Mesta áskorunin þegar kemur að borgarlínuverkefninu verður samtalið við almenning og að kynna hugmyndirnar um verkefnið og fá almenning til að taka þátt og viðra sínar skoðanir, bæði jákvæðar og neikvæðar, á þeim drögum að fyrstu lotu framkvæmdanna sem kynnt var í dag. Þetta segir Davíð Þorláksson, nýr framkvæmda Betri samgangna ohf., félags sem hef­ur yf­ir­um­sjón með  fram­kvæmd­um vegna upp­bygg­ing­ar á sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu og fjár­mögn­un þeirra.

„Höfuðborgarsvæðið er að fullorðnast“

Borgarlínan | 5. febrúar 2021

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir að höfuðborgarsvæðið sé að …
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir að höfuðborgarsvæðið sé að fullorðnast með borgarlínuverkefninu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mesta áskorunin þegar kemur að borgarlínuverkefninu verður samtalið við almenning og að kynna hugmyndirnar um verkefnið og fá almenning til að taka þátt og viðra sínar skoðanir, bæði jákvæðar og neikvæðar, á þeim drögum að fyrstu lotu framkvæmdanna sem kynnt var í dag. Þetta segir Davíð Þorláksson, nýr framkvæmda Betri samgangna ohf., félags sem hef­ur yf­ir­um­sjón með  fram­kvæmd­um vegna upp­bygg­ing­ar á sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu og fjár­mögn­un þeirra.

Mesta áskorunin þegar kemur að borgarlínuverkefninu verður samtalið við almenning og að kynna hugmyndirnar um verkefnið og fá almenning til að taka þátt og viðra sínar skoðanir, bæði jákvæðar og neikvæðar, á þeim drögum að fyrstu lotu framkvæmdanna sem kynnt var í dag. Þetta segir Davíð Þorláksson, nýr framkvæmda Betri samgangna ohf., félags sem hef­ur yf­ir­um­sjón með  fram­kvæmd­um vegna upp­bygg­ing­ar á sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu og fjár­mögn­un þeirra.

Davíð segir að með drögunum sem kynnt voru í dag fái fólk betri mynd af því hvernig borgarlínan geti litið út. „Það er samt ekkert meitlað í stein,“ segir hann varðandi nákvæma útfærslu og biður fólk að kynna sér málið og senda inn athugasemdir ef það hafi slíkar á borgarlinan.is. Hann segir þó ólíklegt að leiðin sjálf sé að fara að breytast mikið, en allar útfærslur séu vel þegnar. Þá segir hann að íbúar í nálægð við áætlaða borgarlínu ættu að taka framkvæmdunum fagnandi. „Reynslan sýnir það alls staðar út í heimi að verðgildi fasteigna nálægt stoppistöðvum í samgönguinnviðum sem þessum hækkar talsvert. Ég vildi glaður að stoppistöð væri nálægt mér,“ segir Davíð, en tekur fram að hann sé því miður ekki svo lánssamur.

„Þá fyrst verða menn í alvöru umferðatöfum“

Samkvæmt spám eru líkur á umtalsverðri fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í skýrslunni sem kynnt var í morgun er talað um að það fjölgi um 90 manns vikulega á svæðinu. Davíð segir að þessi þróun hafi kallað á aðgerðir. „Það er alveg ljóst að ef við gerum ekkert og verðum áfram með sama samgöngukerfi hér eftir 15 ár, þá fyrst verða menn í alvöru umferðatöfum. Það er ljóst að við verðum að gera eitthvað,“ segir hann og bæri við að flestar borgir í Evrópu séu að veðja á betri almenningssamgöngur.

Á þessu korti má sjá þá leið sem áætlað er …
Á þessu korti má sjá þá leið sem áætlað er að fara með borgarlínuna frá Ártúnshöfða niður í miðbæ og svo yfir Fossvog í Hamraborg. Ekki hefur enn verið útfærð nákvæm staðsetning í Vogahverfi, en enn er unnið að skipulagi þess hverfis auk þess sem mið þarf að taka af áætluðum framkvæmdum við Sæbraut í stokk. Kort/Borgarlínan

Í skýrslunni er talað um að þær götur þar sem borgarlínan muni fara um muni „taka stakkaskiptum.“ Davíð tekur undir þetta og segir miklar breytingar framundan. „Höfuðborgarsvæðið er að fullorðnast sem alvöru borgarsvæði eins og maður þekkir þegar maður ferðast erlendis. Förum úr því að vera smáborgarsvæði í að vera alvöru borgarsvæði.“

„Árið 2024  verður mesti þunginn

Forhönnun verkefnisins mun halda áfram á næstunni og við tekur svo hönnun. Horft er til þess að framkvæmdir geti jafnvel byrjað árið 2023, en að í kjölfarið komi framkvæmdaþung ár. „Árið 2024  verður mesti þunginn í framkvæmdum og kannski fram á mitt ár 2025,“ segir Davíð. Hann segir að búast megi við umtalsverðum röskunum vegna framkvæmdanna, en að reynd verði að valda ekki röskunum í of langan tíma. „Til lengri tíma erum við að fá betri samgöngur fyrir alla, en þangað til verður rask,“ segir hann.

Vill samvinnu við andstæðinga verkefnisins

Umræðan um borgarlínu hefur lengi verið heitt umræðuefni og þar hefur verið tekist á um hvort fara eigi í þessa innviðauppbyggingu yfir höfuð eða ekki. Davíð segir að umræðan sé að breytast núna og muni breytast eftir þessa skýrslu í morgun. „Þetta mun fara úr því að vera hvort í hvernig.“ Biður hann alla þá sem lengi hafa verið andstæðinga verkefnisins um að halda áfram að nýta krafta sína í tengslum við verkefnið, en þó á nýjan hátt. „Ég hvet það fólk sem hefur lengi verið andstæðingar verkefnisins að skoða þetta allt mjög vel og koma þá með í vinnu við útfærslu og hafa áhrif þar. Þar eru tækifærin til að hafa áhrif,“ segir Davíð.

mbl.is