Wilson stal stíl hertogaynjunnar

Steldu stílnum | 9. febrúar 2021

Wilson stal stíl hertogaynjunnar

Leikkonan Rebel Wilson vakti mikla athygli á dögunum þegar hún klæddist eldrauðum og gullfallegum kjól. Kjólinn höfum við séð áður en Meghan hertogaynja var í nákvæmlega eins kjól á tónlistarhátíð hersins í mars á síðasta ári. 

Wilson stal stíl hertogaynjunnar

Steldu stílnum | 9. febrúar 2021

Rebel Wilson var í eins kjól og Meghan hertogaynja.
Rebel Wilson var í eins kjól og Meghan hertogaynja. Samsett mynd

Leikkonan Rebel Wilson vakti mikla athygli á dögunum þegar hún klæddist eldrauðum og gullfallegum kjól. Kjólinn höfum við séð áður en Meghan hertogaynja var í nákvæmlega eins kjól á tónlistarhátíð hersins í mars á síðasta ári. 

Leikkonan Rebel Wilson vakti mikla athygli á dögunum þegar hún klæddist eldrauðum og gullfallegum kjól. Kjólinn höfum við séð áður en Meghan hertogaynja var í nákvæmlega eins kjól á tónlistarhátíð hersins í mars á síðasta ári. 

Umræddur kjóll er frá breska hönnunarmerkinu Safiyaa og kostar um 230 þúsund krónur. Hann er alveg síður en við kjólinn klæddist Wilson rauðum hælum. Meghan gerði slíkt hið sama á síðasta ári. 

„Elska sjálfa mig svo ótrúlega mikið í þessum kjól,“ skrifaði Wilson við mynd af sér í kjólnum á Instagram. 

Rebel Wilson tók sig einstaklega vel út í kjólnum.
Rebel Wilson tók sig einstaklega vel út í kjólnum. Skjáskot/Instagram
mbl.is