„Eins og ég sé föst í einhverri hryllingsmynd“

Jón Baldvin Hannibalsson | 10. febrúar 2021

„Eins og ég sé föst í einhverri hryllingsmynd“

Aldís Schram stóð fast á því fyrir dómi í dag að ljóst væri að hún hefði verið nauðungarvistuð á geðdeild með ólögmætum hætti þar sem engin gögn væri að finna um að nauðungarvistun hennar hefði verið lögð fyrir ráðuneyti eða dómara. 

„Eins og ég sé föst í einhverri hryllingsmynd“

Jón Baldvin Hannibalsson | 10. febrúar 2021

Aldís Schram ásamt lögmanni sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Aldís Schram ásamt lögmanni sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aldís Schram stóð fast á því fyrir dómi í dag að ljóst væri að hún hefði verið nauðungarvistuð á geðdeild með ólögmætum hætti þar sem engin gögn væri að finna um að nauðungarvistun hennar hefði verið lögð fyrir ráðuneyti eða dómara. 

Aldís Schram stóð fast á því fyrir dómi í dag að ljóst væri að hún hefði verið nauðungarvistuð á geðdeild með ólögmætum hætti þar sem engin gögn væri að finna um að nauðungarvistun hennar hefði verið lögð fyrir ráðuneyti eða dómara. 

Hún telur að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, sem er m.a. fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hafi knúið nauðungarvistunina fram í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. 

„Það er gríðarlegur aðstöðumunur. Hvort okkar skyldi fólk taka trúanlegt; mig eða  utanríkisráðherra?“ sagði Aldís, sem hefur verið nauðungarvistuð sex sinnum. 

„Helsár“ þegar hún lét ein ummælin falla

Í skýrslutöku vísaði hún flestu því sem Jón Baldvin hafði sagt í vitnisburði sínum á bug og sagði að hún hefði verið „helsár“ þegar hún lét ein ummælin um föður sinn falla og hann hefði nú kært hana fyrir.

Tekist var á um málið fyrir dómi í dag. Réttarhöldin standa enn yfir og munu þau halda áfram á föstudag. Spurð um viðtalið í Morgunútvarpi Rásar tvö þar sem hún lét flest ummælin, sem hún er kærð fyrir, falla sagðist Aldís ekki muna hver hefði boðað hana í viðtalið og hvenær hún hefði látið þáttastjórnendum í té gögn um málið, en það hafi í það minnsta verið fyrir viðtalið. 

Geðhvarfasýki ekki ávísun á lygar

Aldís sagði fyrir dómi að hún hefði alltaf verið við hestaheilsu og aldrei „skilgreint sig sem geðsjúka“. Hún hefði verið greind með geðhvarfasýki 1992, eftir snubbótt mat læknis sem hefði lítið vitað um heilsu hennar. Að sögn Aldísar hafa átta sérfræðingar gert á henni mat sem sanni að hún kljáist ekki við geðhvörf.

Hún tók þó skýrt fram að ekkert væri að því að kljást við geðræn vandamál, það gerði hún einfaldlega ekki sjálf. „Þó svo að maður sé greindur með geðhvarfasýki þá er maður ekki lygari,“ sagði Aldís.

Hún sagði að fullyrðingar Jóns Baldvins í fjölmiðlum um það að hún væri geðveik hefðu haft veruleg áhrif á persónulegt líf hennar.

„Mér líður eins og ég sé föst í einhverri hryllingsmynd, þetta er martröð,“ sagði Aldís, sem segist hafa reynt hvað hún gat að fyrirgefa þau brot sem hún hefur sakað föður sinn um að hafa framið en Aldís hefur sakað föður sinn um að hafa brotið á sér kynferðislega.

Vildi ekki bera þetta á torg fyrir alþjóð

Aldís sagði að það hefði verið „helvíti á jörð“ að vera á geðdeild. Henni hefði mætt „fyrirlitning og ókurteisi“, sérstaklega af hálfu geðlækna sem sögðu henni að „halda kjafti“ ef hún vildi tala um meint kynferðisbrot Jóns Baldvins.

Fleiri konur hafa sakað Jón Baldvin um kynferðisbrot. Hann sagði í skýrslutöku fyrr í dag að hann teldi að Aldís stæði með einhverjum hætti að baki þeim sögum. Aldís vísaði því á bug og kallaði ummæli Jóns Baldvins samsæriskenningu.

Lögmaður Jóns Baldvins spurði Aldísi um viðtal sem hún og systur hennar fóru í við Mannlíf árið 1995 þar sem þær bera föður sínum vel söguna og sagðist Aldís einfaldlega hafa bitið á jaxlinn og ekki ætlað að bera meint brot „á torg fyrir alþjóð“.

„Ég elskaði Jón Baldvin,“ sagði Aldís.

mbl.is