Kom fram opinberlega í fyrsta skipti í meira en ár

Norður-Kórea | 17. febrúar 2021

Kom fram opinberlega í fyrsta skipti í meira en ár

Eiginkona leiðtoga Norður-Kóreu kom fram opinberlega í fyrsta skipti í meira en ár í gær. Ríkisfjölmiðlar greindu frá þessu en Ri Sol-ju var meðal gesta á tónleikum ásamt eiginmanni sínum, Kim Jong-un. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um föður Kims og fyrrverandi leiðtoga landsins, Kim Jong-il.

Kom fram opinberlega í fyrsta skipti í meira en ár

Norður-Kórea | 17. febrúar 2021

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, ásamt eiginkonu sinni Ri Sol-ju.
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, ásamt eiginkonu sinni Ri Sol-ju. AFP

Eiginkona leiðtoga Norður-Kóreu kom fram opinberlega í fyrsta skipti í meira en ár í gær. Ríkisfjölmiðlar greindu frá þessu en Ri Sol-ju var meðal gesta á tónleikum ásamt eiginmanni sínum, Kim Jong-un. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um föður Kims og fyrrverandi leiðtoga landsins, Kim Jong-il.

Eiginkona leiðtoga Norður-Kóreu kom fram opinberlega í fyrsta skipti í meira en ár í gær. Ríkisfjölmiðlar greindu frá þessu en Ri Sol-ju var meðal gesta á tónleikum ásamt eiginmanni sínum, Kim Jong-un. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um föður Kims og fyrrverandi leiðtoga landsins, Kim Jong-il.

Áður var Ri oft með eiginmanni sínum á stórviðburðum en hún hafði ekki sést opinberlega síðan í janúar 2020. Ýmsar kenningar hafa verið á lofti vegna fjarveru hennar, svo sem um heilsu hennar og jafnvel þungun.

Leyniþjónusta Suður-Kóreu á að hafa tjáð þingmönnum í gær að Ri forðaðist sviðsljósið vegna Covid-19 og að hún hefði væntanlega eytt tíma með börnum sínum.

Opinberlega hefur ekki verið neitt staðfest Covid-19-smit í Norður-Kóreu en sérfræðingar segja afar ólíklegt að það sé rétt. 
mbl.is