Ekkert kórónuveirusmit innanlands

Ekkert kórónuveirusmit innanlands

Ekkert kórónuveirusmit innanlands

Málefni - Kórónuveiran COVID-19

Ekk­ert kór­ónu­veiru­smit greind­ist inn­an­lands í gær. Þetta kem­ur fram á Covid.is. 16 eru núna í ein­angr­un, líkt og í gær, og átta eru á sjúkra­húsi.

Mynd úr safni frá Suðurlandsbraut þar sem sýnataka fer fram.
Mynd úr safni frá Suðurlandsbraut þar sem sýnataka fer fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert smit greindist á landamærunum en alls er 21 í sóttkví og 958 í skimunarsóttkví.

Tek­in voru 923 sýni, þar af voru ein­kenna­sýna­tök­ur 425 tals­ins.

Aðeins 11 eru núna í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu, tveir á Suður­nesj­um, tveir á Norður­landi eystra og einn á Suður­landi. 

14 daga ný­gengi inn­an­lands­smita á hverja 100 þúsund íbúa er í 1,4. Á landa­mær­un­um er ný­gengið 4,6.mbl.is