Ísland enn með sérstöðu

Ísland enn með sérstöðu

Ísland enn með sérstöðu

Málefni - Kórónuveiran COVID-19

Ísland er áfram það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga.

Tekið skal fram að Bretland er ekki lengur talið með í þessum upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu, enda hvorki í ESB né EES.

Nýgengi smita á Íslandi er 7,96, samkvæmt tölum stofnunarinnar en upplýsingarnar eru frá því við lok síðustu viku. Miðað við nýjustu tölur á covid.is er nýgengi innanlands 1,4 og 4,6 á landamærunum.

Í Noregi er nýgengið 70,03 og í Liechtenstein 61,94. Þessar tvær þjóðir auk Íslands eru þær einu í Evrópu þar sem nýgengi smita er undir 100.

Í síðustu viku var nýgengið í Finnlandi 97,66 en hefur núna hækkað í 111,54. Í Danmörku er nýgengið 110.02 og í Svíþjóð er það 435,18.

Hæsta nýgengi smita er í Tékklandi, eða 1120,03 og næsthæst er það í Eistlandi, eða 703,47. Í Portúgal fer nýgengi smita úr 1.190.09 niður í 287,55 á milli vikna og á Spáni fer það úr 843,05 niður í 348,36 og greinilegt að þar eru hlutirnir á réttri leið. 

Ef skoðaðar eru tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru smitin innan Evrópu flest í Frakklandi. Þar er ekki tekið tillit til fjölda íbúa, þ.e. hversu mörg smit eru á hverja 100 þúsund íbúa.

Kort/Sóttvarnastofnun Evrópu
mbl.is