5 milljónir í heimildaþætti um Covid-19

5 milljónir í heimildaþætti um Covid-19

5 milljónir í heimildaþætti um Covid-19

Málefni - Kórónuveiran COVID-19

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi. Styrkurinn nemur 5 milljónum króna. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins

Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur, ásamt Sævar Guðmundssyni, unnið að heimildaþáttum …
Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur, ásamt Sævar Guðmundssyni, unnið að heimildaþáttum um heimsfaraldurinn frá því síðastliðið vor. mbl.is/​Hari

Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson standa að baki þáttanna en ætlunin er að skrásetja útbreiðslu og áhrif kórónuveirufaraldursins á íslensku þjóðina sem og viðbrögð stjórnvalda við honum. 

Vonir standa til að sex þættir verði tilbúnir til sýningar næsta haust.

mbl.is