Málið nú í höndum dómstóla

Kjaraviðræður | 26. febrúar 2021

Málið nú í höndum dómstóla

Viðbrögð SA og Bláfugls (Bluebird Nordic) við málshöfðun Félags íslenskra atvinnuflugmanna eru þau að ágreiningur sé um málið og að nú verði sá ágreiningur gerður upp fyrir dómstólum. FÍA höfðaði mál á hendur Bláfugls og SA fyrir Félagsdómi fyrir það sem félagið segir að sé gróf aðför að lögum og reglum um íslenskan vinnumarkað. 

Málið nú í höndum dómstóla

Kjaraviðræður | 26. febrúar 2021

Sigurður Örn Ágústsson, forstjóri Bláfugls, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri …
Sigurður Örn Ágústsson, forstjóri Bláfugls, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ljósmynd/Samsett

Viðbrögð SA og Bláfugls (Bluebird Nordic) við málshöfðun Félags íslenskra atvinnuflugmanna eru þau að ágreiningur sé um málið og að nú verði sá ágreiningur gerður upp fyrir dómstólum. FÍA höfðaði mál á hendur Bláfugls og SA fyrir Félagsdómi fyrir það sem félagið segir að sé gróf aðför að lögum og reglum um íslenskan vinnumarkað. 

Viðbrögð SA og Bláfugls (Bluebird Nordic) við málshöfðun Félags íslenskra atvinnuflugmanna eru þau að ágreiningur sé um málið og að nú verði sá ágreiningur gerður upp fyrir dómstólum. FÍA höfðaði mál á hendur Bláfugls og SA fyrir Félagsdómi fyrir það sem félagið segir að sé gróf aðför að lögum og reglum um íslenskan vinnumarkað. 

Sigurður Örn Ágústsson, forstjóri Bláfugls, segir í samtali við mbl.is að ágreiningur hafi verið um kjaradeilu flugmanna FÍA og SA, fyrir hönd Bláfugls. Nú verði það gert upp fyrir dómstólum af hálfu lögmanna beggja aðila. 

Flugmenn FÍA hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 1. febrúar og hafa verktakar flogið vélum Bláfugls síðan.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var álíka fámáll og Sigurður þegar mbl.is leitaði viðbragða hans við málshöfðun FÍA. Hann staðfesti að búið væri að taka við málsókninni og að verið væri að ræða næstu skref. 

mbl.is