Jill Biden stal stíl Meghan hertogaynju

Jill Biden stal stíl Meghan hertogaynju

Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna minnti á Meghan hertogaynju á mánudaginn í sumarlegum kjól frá Oscar de la Renta. Meghan klæddist kjól með sama sítrónumynstrinu í febrúar en kjóllinn er úr vorlínu tískuhússins. 

Jill Biden stal stíl Meghan hertogaynju

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. mars 2021

Jill Biden í sumarlegum kjól sem svipar til kjól í …
Jill Biden í sumarlegum kjól sem svipar til kjól í fataskáp Meghan hertogaynju. AFP

Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna minnti á Meghan hertogaynju á mánudaginn í sumarlegum kjól frá Oscar de la Renta. Meghan klæddist kjól með sama sítrónumynstrinu í febrúar en kjóllinn er úr vorlínu tískuhússins. 

Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna minnti á Meghan hertogaynju á mánudaginn í sumarlegum kjól frá Oscar de la Renta. Meghan klæddist kjól með sama sítrónumynstrinu í febrúar en kjóllinn er úr vorlínu tískuhússins. 

Meghan í sumarlegum kjól frá Oscar de la Renta ásamt …
Meghan í sumarlegum kjól frá Oscar de la Renta ásamt Harry Bretaprins. Skjáskot/Youtube

Kjóll Meghan var ermalaus með sama stítrónumynstri og kjóll Biden. Kjóll­inn sem Meghan klæddist kostaði 3.490 banda­ríkja­dali. 

Kjóllinn sem forsetafrúin klæddist á alþjóðlegum baráttudegi kvenna var hins vegar stutterma, aðsniðnn og með belti. Kjóll Biden kostar 2.890 bandaríkjadali eða um 370 þúsund íslenskar krónur. Hann er líklega ódýrari vegna þess að hann er úr bómull.

Kjóllinn sem Meghan klæddist.
Kjóllinn sem Meghan klæddist. Ljósmynd/Oscar de la Renta
Kjóllinn sem Jill Biden klæddist.
Kjóllinn sem Jill Biden klæddist. Ljósmynd/Oscar de la Renta
mbl.is