1,5 milljarðar í innviði og vernd

Ferðamenn á Íslandi | 10. mars 2021

1,5 milljarðar í innviði og vernd

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlunar um uppbyggingu innviða var kynnt í gær, samtals verður rúmum 1,5 milljörðum króna úthlutað til samtaka, einstaklinga og sveitarfélaga til að byggja upp ferðamannastaði og innviði þeim tengdum víðsvegar um landið í ár.

1,5 milljarðar í innviði og vernd

Ferðamenn á Íslandi | 10. mars 2021

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynna úthlutanir …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynna úthlutanir í dag. Ljósmynd/Aðsend

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlunar um uppbyggingu innviða var kynnt í gær, samtals verður rúmum 1,5 milljörðum króna úthlutað til samtaka, einstaklinga og sveitarfélaga til að byggja upp ferðamannastaði og innviði þeim tengdum víðsvegar um landið í ár.

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlunar um uppbyggingu innviða var kynnt í gær, samtals verður rúmum 1,5 milljörðum króna úthlutað til samtaka, einstaklinga og sveitarfélaga til að byggja upp ferðamannastaði og innviði þeim tengdum víðsvegar um landið í ár.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu grein fyrir úthlutunum í dag. 

764 milljónum króna er úthlutað úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og 807 milljónum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. 

2,6 milljarðar á þremur árum 

Verkefnum sem styrkt eru í Landsáætluninni fjölgar um 85 að þessu sinni. Áætlunin sjálf nær til þriggja ára og gert er ráð fyrir 2,6 milljarða króna framlagi alls.

„Verkefni eru nú á áætlun á rúmlega 100 ferðamannastöðum, -svæðum og -leiðum og ber helst að nefna fyrirhugaða uppbyggingu ofan við Öxarárfoss með stórbættu aðgengi í þinghelgina, auk þess sem lokið verður við göngupalla við Dettifoss sem auka öryggi og aðgengi til muna,“ segir í tilkynningu. 

Hæsti styrkurinn til Hornafjarðar

Sem áður segir er nú 807 milljónum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Þetta er talsverð aukning á milli ára en fjárheimild sjóðsins var aukin tímabundið um 200 milljónir króna sem hluta af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu

„Hæstu styrkirnir að þessu sinni eru styrkir til að hanna og byggja uppgöngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli, bygging þjónustuhúss fyrir ferðamenn við Hengifoss og lokastyrkur til uppbyggingar við Þrístapa,“ segir í tilkynningu. 

Alls fá 17 verkefni styrki sem eru hærri en 20 milljónir króna. Þar má sem dæmi nefna byggingu skógarhúss við Sólbrekkuskóg, áfangastaði í Norðurþingi, stígagerð og brúun í Glerárdal og flotbryggju í Drangey. 

mbl.is