Dýrasti skíðafatnaður heims?

Vetraríþróttir | 13. mars 2021

Dýrasti skíðafatnaður heims?

Hollywoodstjörnurnar Adam Driver og Lady Gaga eru að leika í myndinni House of Gucci á Ítalíu sem Ridley Scott leikstýrir. Gaga birti mynd úr tökum af þeim Driver í hlutverkum sínum í ítölsku Ölpunum. Klæðaburðurinn er upp á tíu og ekkert að því að stela rándýrum skíðafatastílnum í Hlíðarfjalli næstu vikurnar. 

Dýrasti skíðafatnaður heims?

Vetraríþróttir | 13. mars 2021

Lady Gaga birti mynd af sér og leikaranum Adam Driver …
Lady Gaga birti mynd af sér og leikaranum Adam Driver á Instagram. Stjörnurnar leika í myndinni House of Gucci. Skjáskot/Instagram

Hollywoodstjörnurnar Adam Driver og Lady Gaga eru að leika í myndinni House of Gucci á Ítalíu sem Ridley Scott leikstýrir. Gaga birti mynd úr tökum af þeim Driver í hlutverkum sínum í ítölsku Ölpunum. Klæðaburðurinn er upp á tíu og ekkert að því að stela rándýrum skíðafatastílnum í Hlíðarfjalli næstu vikurnar. 

Hollywoodstjörnurnar Adam Driver og Lady Gaga eru að leika í myndinni House of Gucci á Ítalíu sem Ridley Scott leikstýrir. Gaga birti mynd úr tökum af þeim Driver í hlutverkum sínum í ítölsku Ölpunum. Klæðaburðurinn er upp á tíu og ekkert að því að stela rándýrum skíðafatastílnum í Hlíðarfjalli næstu vikurnar. 

Driver fer með hlutverk tískukóngsins Maurizios Guccis heitins en Lady Gaga fer með hlutverk fyrrverandi eiginkonu hans Patriziu Reggiani. Miðað við fatnað þeirra Drivers og Gaga er ljóst að atriðið í Ölpunum átti að hafa gerst á níunda áratug síðustu aldar. 

Kaðlapeysur eins og sú sem Driver klæðist undir hvítum snjógallanum voru vinsælar á níunda áratugnum og snjógallar í algleymingi. Snjógallar hafa verið að koma sterkir inn enda fátt betra en að vera í heilgalla í brekkunum. Spurning hvort hvítur galli sé þó ekki bara fyrir bestu skíðakappana!

Hin gulli skreytta Reggiani sem Gaga leikur er hins vegar í svartri peysu og útivistarbuxum með glæsilegt belti í stað þess að vera í snjógalla. Ætli hún hafi ekki verið meira á barnum en í brekkunni?

Hjónin gengu í hjónaband árið 1973 en Gucci fór frá Reggiani árið 1985 til þess að vera með yngri konu. Gucci var skotinn til bana árið 1995 og rúmlega þremur árum seinna var Reggiani dæmd í 29 ára fang­elsi fyr­ir að hafa lagt á ráðin um morðið á hon­um.

View this post on Instagram

A post shared by Lady Gaga (@ladygaga)



mbl.is